Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 143
MÁLSTOFA D - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 141
milli og eiga sina uppáhalds félaga og forðast líka ákveðna einstaklinga (Arnold &
Grassia, 1982; Sigurjonsdottir et al., 2003). Oftast velja þeir sér félaga sem hafa
svipaða stöðu innan hópsins, hvort sem það er aldur eða virðingarröð (Sigurjonsdottir
et al., 2003). Veissier et al. (1998) benti á að félagsleg tengsl hafa áhrif á hegðun
hrossa; þannig getur hljóð, sjón eða lykt af öðrum hrossum annaðhvort róað eða
valdið spennu hjá hrossum. Þessi félagstengsl geta orðið of sterk og valdið
erfiðleikum í tamningu, ef einstaklingar eiga ertitt með að vera viðskilja (Crowell-
Davis, 1993).
Þegar hross kljást er það meðal annars til þess að mynda og viðhalda tenglsum sín á
milli (Amold & Grassia, 1982; Heitor et al., 2006b; Sigurjonsdottir et al., 2003).
Aðrar orsakir þess að hross kljást eru húðhirða (Christensen et al., 2006b; Kimura,
1998; Sigurjonsdottir et al., 2003). Hross kljást of'tar eftir því sem þau eru haldin við
þrengri aðstæðum (Hogan et al., 1988). Keiper (1988) tók eftir því að í 71% tilfella,
þar sem hross kljáðust, var það gert á fremri helming hrossanna. Samkvæmt
niðurstöðum Feh & Mazieres (1993) hefur nudd á og í kringum herðar róandi áhrif á
hross.
Virðingarröð innan hross hópa er ákvörðuð af miklu leyti með áflogum og ógnunum.
Það hefur margt áhrif á það hvar einstaklingur raðast innan virðingarraðarinnar t.d.
aldur (Crowell-Davis 1993). Rannsókn á íslenskum hrossum sýndi að þó að tíðni
áfloga væri sú sama meðal hrossa ofarlega og neðarlega í virðingarröðinni, sýndu þeir
sem ofar voru meiri árásargirni (Vervaecke et al., 2007).
Þó svo að rannsóknir á hrossum í lausagönguhesthúsum sýndu háa tíðni slagsmála eða
1,7 tilfelli á hest á klukkutíma að meðaltali, var þeirra niðurstaða að hýsing hrossa í
lausagönguhesthúsum væri ekki hættulegt til lengri tíma litið. Þessir niðurstaða er í
mótsögn við niðurstöður Flannigan & Stookey (2002) sem rannsökuðu hross á básum,
þar sýndi það sig að árásargirni hrossa á næsta bás gæti verið ástæða fyrir aukinni
tíðni húskækja.
Þegar hross eru kynnt öðrum hrossum er staðsetning þeirra innan virðingarraðarinnar
ákvörðuð með áflogum (Amold & Grassia, 1982; Linklater et al., 1999). Vegna þessa
er mælt með því að hross sem þekkjast ekki fái að kynnast þar sem rými er nægt og
engir botnlangar eða horn sem hægt er að króa annarhvom í (Crowell-Davis, 1993;
Furst et al., 2006). í lausagönguhúsum geta áflog og slagsmál orðið vandamál vegna
áverka eftir bit og spörk (Furst et al., 2006; Lehmann et al. 2006). Cooper et al. (2000)
taldi þó að það að hýsa hross hefi líka sína kosti og að hross sem sýndu húslesti hefðu
minnkað þá við að fá félagsskap annarra hrossa. Okosturinn er í þessu samhengi er að
húslestir lærast og geta verið teknir upp af öðmm hrossum í sama húsi.
Svefn og hvíld. Svefn og hvíld hrossa á sér stað í mörgum lotum á sólarhring
(Littlejohn & Munro, 1972). Þessar lotur eru flokkaðar í annarsvegar bliksvefn
(REM/paradoxical) og hinsvegar í annan svefn (aðallega hægbylgju). Sýnt hefur verið
fram á með að bera saman stöðu hrossanna við heilarafritara að hægt er að greina í
hvaða svefnástandi hrossin eru. Til þess að hross geti upplifað fullkomnar svefnlotur
þurfa þeir að leggjast alveg flatir, þ.e. ná fullum slaka (Belling 1990) og hafa
mælingar á láréttri legu hafa verið notaðar til þess að meta velferð hrossa (Pedersen et
al. 2004; Raabymagle & Ladewig 2006). Skiptar skoðanir eru um mikilvægi
bliksvefns fyrir velferð hrossa en rannsóknir benda til þess að samhengi sé með
bliksvefni og getu hrossa til þess að læra flóknari hluti (Fishbein & Gutwein 1977).
Þörfm fyrir bliksvefn er mestur hjá ungviði og sú þörf minnkar eftir því sem
einstaklingur eldist (Crowell-Davis, 1994; Dallaire & Ruckebus, 1974a).