Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 145
MÁLSTOFA D - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐl BÚFJÁR | 143
Efni og aðferðir
Rannsóknin var framkvæmd í fyrrum loðdýrahúsi Landbúnaðarháskóla íslands á
Hvanneyri og voru stíumar smíðaðar sérstaklega fyrir þessa rannsókn. I rannsóknina
vom notuð 16 hross, 8 hestar og 8 merar og vom þau frá 4 - 13 vetra (að meðaltali
7,9 vetra).
Öll hrossin vom tamin, alin upp á saman bæ þekktust vel. Hrossunum var hleypt út
daglega, í tvo klukkutíma í senn, á stórt svæði fyrir utan húsin. Þau fengu fóður
tvisvar á dag, kl. 8:15 að morgni og fóður var í döllum þegar þau komu inn á kvöldin
um 18:00. Öll hrossin fengu orma- og lúsalyf á aðlögunartímabilinu. Skrásett var
hitastig í húsinu og rakastig í undirburðinum.
Einstaklingsstíurnar voru í fjórum stærðum 3, 4, 6 og 8 m2. Tafla 1 sýnir innri mál
einstaklingsstíanna.
1. tafla. Innri mál einstaklingsstíanna í rannsókninni (m).
Flatarmál Dýpt Breidd
3 1,90 1,57
4 2,22 1,80
6 2,81 2,14
8 2,81 2,85
í seinni helming rannsóknarinnar var hrossunum raðað í parstíur og voru stíur
endurgerðar og endurraðað innan húsins. Parstíurnar voru einnig í fjórum stærðum 6,
8, 12 og 16 m2. Tafla 2 sýnir innri mál parstíanna.
2. tafla. Innri mál parstíanna í rannsókninni (m).
Flatarmál Dýpt Breidd
6 2,81 2,14
8 2,81 2,85
12 2,81 4,27
16 2,81 5,69
Notast var við safnstíur, með spæni sem undirburð. Sett var sama magn af undirburði,
mælt á hross, í allar stíumar daglega. Vegna þessa hækkaði í stíunum og breyttist hæð
á veggjum úr 1,26 m í 1,2 m á tilraunatímabilinu. Hrossin gátu séð öll önnur hross ef
þau vom standandi, og gátu kljáðst við hross í aðliggjandi stíum. Aðliggjandi stíur
voru oftast 5, en 3 hjá þeim hrossum sem vom í endastíum. Hrossin höfðu aðgang að
saltsteini og sjálfvirkri drykkjarskál.
Hrossunum var raðað handahófskennt í 4 hópa. Hópar 1 og 2 vom í stíum sem gáfu 3
og 6 m2 á hross en hópar 3 og 4 voru í stíum með 4 og 8 m2 á hross. Hrossin í hópum
1 og 3 voru fyrst í minni stíunum og síðan í þeim stærri, hrossin í hópum 2 og 4 vom
að sama skapi í þeim stærri á undan, eins og sjá má í töflu 3. Aðeins var unnt að bera
saman hross innan hópa 1 og 2 annarsvegar og hinsvegar hross innan hópa 3 og 4.
3. tafla. Stærðir á stíum í m2 sem hver hópur var í hverri umferð_____
Hópur Einstaklingsstíur 1. umferð 2. umferð Parstíur 3. umferð 4. umferð
1 3 6 6 12
2 6 3 12 6
3 4 8 8 16
4 8 4 16 8