Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 146
144 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Hrossin fengu 4 vikur til þess að venjast aðstöðunni áður en rannsóknin hófst.
Rannsóknin var í fjórum hlutum, 3 sólarhringar hver með 6 sólarhringa
aðlögunartímabili á milli og var atferli hrossanna skráð í 4 x 3 sólarhringa Við
greiningu gagnanna var horft sérstaklega á félagslegt atferli (kljást, ýfingar),
legu/hvíld og áthegðun. Við allan samanburð var notast við t-próf.
Niðurstöður
Meðhöndlun á hrossunum var mjög auðveld á meðan þau voru í einstaklingsstíum. En
eftir að búið var að setja þá í parstíumar var öll meðhöndlun þeirra erfíðari og það að
setja þá inn í stíumar gat verið erfítt, sérstaklega seinna hrossið.
Leguhegðun. Munur var á leguhegðun hrossanna þegar tekið var tillits til aldurs. 4 og
5 vetra hrossin lágu marktækt lengur en eldri hrossin, bæði í flatri og uppréttri legu (p-
gildi < 0,001). Þegar borin var saman leguhegðun hrossanna á milli einstaklings og
parstíanna þá reyndist sá munur ekki marktækur.
Fimm hestar lögðust flatir alla rannsóknardaganna í einstaklingsstíunum, en aðeins
einn í parstíunum. Marktækur munur var á fjölda daga sem hrossin lögðust ekki í
flata legu á milli einstaklings og parstíanna, þar sem ijöldi daga án þess að leggjast í
flata legu var meiri í parstíum (p-gildi = 0,02).
Einstaklingsstíur: Meiri tími fór í legu í stærri stíunum, þó svo að sá munur hafa
einungis verið marktækur við samanburð á uppréttri legu í 3 og 6 m2 stíunum (p-gildi
= 0,01). Uppréttar legulotulengdir voru marktækt lengri í 6 m2 borið saman við 3 m2,
og marktækur munur var á flötum legulotum í 4 m2 borið saman við 8 m2 stíunum (4.
tafla).
4. tafla. Meðal lotulengdir í uppréttri- og flatri legu fyrir einstaklingsstíur í minútum
Lega 3 m2 6 m2 4 m2 8 m2 p-gildi
Upprétt 18,2 ±2,1 29,1 ± 1,7 <0,001
22,7 ± 2,3 25,3 ± 2,2 0,42
Flöt 1,8 ±0,5 3,5 ±0,7 0,06
1,5 ±0,4 3,5 ±0,7 0,02
Þegar teknir voru saman dagar án þess að leggjast í flata legu kom í ljós að einungis í
8 m2 stíunum lögðust öll hrossin í einstaklingsstíunum einhvem daganna í flata legu
(sjá töflu 5).
5. tafla. Fjöldi hrossa sem lögðust alla rannsóknardaganna í flata legu og fjöldi þeirra
sem lögðust ekki í flata legu á rannsóknartímabilinu í einstaklingsstíum________
3 m2 6 m2 4 m2 8 m2
Sýndu flata legu alla rannsóknardaganna 3 6 2 5
Lögðust aldrei í flata legu________________1__________1__________2_________0_
Parstíur: Eini marktæki munur á leguhegðun hrossanna í parstíunum var á heildartíma
í flatri legu á milli 8 og 16 m2 stíanna (p-gildi = 0,01). Hneigð var á því að samburður
á flötum legulotum á milli 6 og 12 m2 væri marktækur (p-gildi = 0,09).
Þegar teknir voru saman dagar án þess að leggjast í flata legu í parstíunum kom í ljós
að aðeins eitt hross lagðist í 6 og 8 m2 stíunum (sjá töflu 6).
6. tafla. Fjöldi hrossa sem lögðust alla rannsóknardaganna í flata legu og fjöldi þeirra
sem lögðust ekki í flata legu á rannsóknartímabilinu í parstíum_________________
6 m2 12 m2 8 m2 16 m2
Sýndu flatalegu alla rannsóknardaganna 14 13
Lögðust aldrei í flata legu________________2__________I__________3_________1_