Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 147
MÁLSTOFA D - AÐBÚNAÐUR OG HEILBRIGÐI BÚFJÁR | 145
Athegðun. Marktækur munur var á tíma sem fór í át á milli einstaklings og parstíanna.
I einstaklingsstíum var áttíminn að meðaltali 144,4 mínútum (56 til 330 mín), en að
meðaltali 83,2 mínútum (frá 56 til 137 mín) í parstíunum.
Félagshegðun. Ekki var marktækur munur á því að kljást í einstaklingsstíum eða
parstíum, hvorki á tíðni né tíma. Stærð stíanna hafði marktækt jákvæð áhrif á tíðni
kljáninga yfir veggina hjá hóp 1/2 í einstaklingsstíum (p-gildi = 0,10), en marktækt
neikvæð áhrif í parstíum (p-gildi = 0,02). Ekki var marktækur munur á tíðni þess að
kljást yfír veggina þegar bornar voru saman stíustærðir fyrir hóp 3/4, hvorki
einstaklings eða parstíur. Þess ber að geta að hrossin í hóp 3/4 kljáðust aldrei yfir
veggi á meðan þeir voru í parstíunum. Þegar skoðuð var tíðni og sá tími sem fór í það
að kljást innan parstíanna, kom í ljós að hvoru tveggja var marktækt minni í stærri
stíunum fyrir báða hópanna.
Mest var um slagsmál á meðan hrossin voru að éta að morgni, en minnst á næturna.
Lengd slagsmála (bit og/eða spörk) var í jákvæðu samhengi við stærð parstíanna (p-
gildi < 0,001). Á móti kemur að tíðni slagsmála var marktækur meiri í 8 heldur en í 16
m2 parstíunum (p-gildi = 0,003). Svipað átti við þegar skoðuð var tíðnin í 6 og 12 m2
stíunum, þar sem slagsmál hneigðist í þá átt að vera fátíðari í stærri parstíunum (p-
gildi = 0,057). Vegna þessa var ekki marktækur munur á heildartíma sem fór í
slagsmál á milli stíustærða.
Skítur í döllum. Nokkuð fannst af skít bæði í vatn- og fóðurdöllum. I
einstaklingsstíunum var neikvætt samband á milli stærðar á stíum og fjölda af
tilfellum þar sem skítur fannst í döllum (p-gildi < 0,001). Ekki voru sömu niðurstöður
í parstíunum þar sem marktækur munur var á 6 og 12 m2 parstíunum en ekki í 8 og 16
m2 parstíunum.
Annað atferli. Tveir hestar virtust eigna sér heimasvæði innan stærstu stíanna, 12 og
16 m2. í öðru tilfelli var meri greinilega haldið í einu ákveðnu horni, þar sem hún gat
étið, drukkið og lagst án þess að vera áreitt, en ef hún fór út fyrir ákveðið svæði
spruttu upp mikil slagsmál. Hjá öðru pari var merinni þröngvað út í annan hvom
endan, með meðfylgjandi slagsmálum.
Umræður
Tíðni og lengd flatrar legu eru þættir sem hafa verið notaðir til þess að meta velferð
hrossa (Glade, 1984; Pedersen et al., 2004; Raabymagle & Ladewig, 2006). Legutími
og lotulengdir legu í okkar rannsókn svipar til niðurstaðna úr rannsókn Pedersen et al.
(2004) á hrossum í spænisstíum og em einnig samræmi við rannsókn Fader &
Sambraus (2004) á hrossum í lausagönguhúsum.
Svipað og í rannsókn Raabymagle & Ladewig (2006) fúndum við marktækan mun á
uppréttri legu, bæði tíma og tíðni, á milli stíustærðanna 3 og 6 m2. Marktækur munur
var þó ekki á flatri legu á milli þessara meðferða en marktækur munur var á flatri legu
á milli 4 og 8 m2 einstaklingstíanna. Svipaðar niðurstöður voru í parstíunum, þar sem
marktækur munur var á 8 og 16 m2 parstíunum.
Aðeins í 8 m2 einstaklingsstíunum sýndu öll hrossin flatalegu einhvem af þeim 3
dögunum sem þau voru mynduð. Greinilegt var að fleiri dagar án flatrar legu voru í
parstíunum, sem er í samræmi við niðursföður Fader & Sambraus (2004), en í þeirra
rannsókn lögðust ekki 10 af 87 hrossum í flata legu. Andstætt niðurstöðum þeirra var
ekki samhengi á milli yfirburða í áflogum og skorts á legu í okkar rannsókn, þar sem í
nokkrum tilfellum var meiri lega hjá þeim sem var oftar undir í slagsmálum. Þau hross
vom þá yngri, en rannsóknir Belling (1990) sýndu að yngri hross þurfa meiri svefn.