Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 148
146 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Þessar niðurstöður benda til þess að velferð hrossa er vafalítið lakari í minni
einstaklingsstíunum, 3 og 4 m2, og það að hafa tvo saman í stíu getur einnig haft
neikvæð áhrif á hvíld og legu og þar af leiðandi velferð hrossa, óháð stærð stíanna.
I þessari rannsókn var greinilegt að þegar hrossin voru í einstaklingsstíum átu þau sinn
heyskammt mun hægar en þegar þau voru með öðru hrossi í stíu. Aukinn áthraði í
félagsskap annarra hefur verið skráður hjá nautgripum (Phillips, 2004; Stricklin &
Gonyou, 1981) og geitum (Van et al., 2007).
Youket et al. (1985) komst að þeirri niðurstöðu að of stór fóðurskammtur gæti truflað
eðlilega líkamsstarfsemi, og mælti hann með því að skammtar væru minnkaðir og
dreifðir yfir lengri tímabil. Aukin áthraði hefur minni áhrif á jórturdýr en einmaga dýr,
vegna þess hve magi hrossa er hlutfallslega lítill (Cunha, 1991). Aukinn áthraði gæti
truflað eðlilega líkamstarfsemi í hrossum sem hýst eru saman í stíu. Þannig er líklegra
að þau nýti fóðrið ekki eins vel og fmni til hungurs fyrr, sem aftur getur aukið líkur á
húskækjum (McGreevy et al., 1995).
Sú staðreynd að erfiðara reyndist að setja hrossin inn þegar þau voru hýst í parstíum,
gæti verið vísbending um að hrossunum leið verr með öðrum í stíu. Þá er ljóst að ef að
hross fá tækifæri til þess að afmarka sér heimasvæði innan stíanna, þá geta slagsmál
orðið hörð og hættuleg og stefnt heilsu hrossanna í voða.
í okkar rannsókn var mun minna um það að hrossin væru að kljást samanborið við
rannsókn Sigurjonsdottir et. al. (2003). Hugsanleg ástæða er sú að, ólíkt þeirra
rannsókn, voru hrossin okkar ekki að ganga úr vetrarfeldi. í rannsókn okkar gafst
tækifæri fyrir hrossin til þess að kljást yfir veggina við hross í aðliggjandi stíum. Sú
staðreynd að tíðni kljáninga jókst ekkert þegar hrossin voru með öðru í stíu bendir til
þess að ef að veggimir em nógu lágir til þess að hrossin geti kljást yfir þá, þá geta þau
fullnægt þörfum sínum fyrir þetta atferli þó þau séu ein í stíu. Fyrirkomulagið á
uppsetningu stíanna bauð upp á það að flest hrossin hefðu möguleika á því að kljást
við fimm önnur hross, þar sem fóðurgangar vom upp við útveggi beggja megin við
stíumar.
Tíðni þess að kljást var í minni í stærri stíunum þ.e. ef undanskilin er tíðnin í minnstu
einstaklingsstíunum (3 m2), sem má útskýra með því að hrossin áttu erfitt með að snúa
sér við í þeim. Þetta er í samræmi við niðurstöður Hogan et al. (1988) sem fann að
aukin nánd hrossa eykur tíðni kljáninga. í einhverjum tilfellum upphófúst slagsmál
strax í kjölfar þess að viðkomandi kljáðust, sem gæti bent til þess að þetta atferli sé til
þess að þóknast sér hærra hrossi.
Slagsmálstíðni í þessari rannsókn er mun minni en í rannsókn Amold & Grassia
(1982), en svipuð slagsmálatíðni kom fram í rannsókn Sigurjonsdottir et al. (2003).
Weeks et al. (2000) komst að þeirri niðurstöðu að árásarhneigð væri meiri þar sem
svæði í kringum auðlindir er lítið, því meira er í húfi fyrir valdahærri einstaklinga.
Auðlindir hrossa em meðal annars fóður og vatn og takmörkun á aðgegni að þessum
auðlindum getur kallað fram árásarhneigð hjá hrossum (McGreevy, 2005). Þetta er
einnig niðurstaða Weeks et al. (2000), sem fann að mesta árásarhneigðin var á svæði
þar sem kjamfóður var gefið. I okkar rannsókn var mest um tíðni slagsmála eftir
morgungjafn, en mun minni við kvöldgjafir. Hugsanleg skýring er sú að hrossin biðu
eftir að fóðrið kæmi til þeirra á morgnanna og horfu á hirðinn allan tíman. Spennan
sem myndast við það að bíða eftir fóðrinu magnar hungrið og getur leitt til aukinnar
örvæntingar hjá hrossunum, sem bitnar svo á stíufélaganum. Margar rannsóknir tengja