Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 152
150 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Hross í hollri vist - staða hesthúshönnunar á íslandi
Sigtryggur Veigar Herbertsson og Snorri Sigurðsson
Landbúnaðarháskóla Islands, Hvanneyri
Með vaxandi þekkingu á eðli og atferli hrossa hefur mönnum orðið ljóst að huga þarf
vel að aðbúnaði þeirra, ef gera á kröfur til þeirra á móti. Skilningur á þörfum hrossa er
þar lykilatriði. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á aðbúnaði hrossa
samanborið við t.d. aðbúnaði kálfa og kúa. Stöðumat á aðbúnaði hrossa, sem var BSc.
verkefni við Landbúnaðarháskóla Islands, leiddi í Ijós að víða er pottur brotinn
(Sigtryggur Veigar Herbertsson, 2006).
Niðurstöður fyrrgreindrar athugunar virtust benda til þess að í stað þess að gera vel að
hrossum, þá eru þau lágmarksmál sem uppgefín eru í reglugerð orðin að stöðlum sem
farið er eftir við hönnun hesthúsa. Skýringin felst hugsanlega í því að fræðsla á
aðbúnaðarþörfum hrossa hefur verið mjög takmarkandi. Þó kom í ljós í athuguninni
að þróunin var í þá átt að 30% hesthúseigenda vildu fjölga einshesta stíum og 23%
stækka stíumar sem fyrir voru.
í sömu athugun kom í ljós að mikill misbrestur var á hönnun loffræstingar í
hesthúsum. Oftast var það loftdreifíng sem var ekki i góðu lagi, sem t.d. fer afar illa
saman með þéttklæddum stíuveggjum þar sem útkoman er oftast sú að loft í rými
hrossanna, þ.e. innan stíuveggjanna, er ófullnægjandi.
Mikil tilraunastarfsemi er í gangi á hverjum degi hjá mörgum hestamönnum í
sambandi við aðbúnað hrossa, t.d. undirburð. í athugunni kom í ljós að stór hluti
hesthúsaeigenda hugðist eða var búinn að setja hitalagnir í gólf stíanna, án þess að
fullnægjandi rannsóknir á áhrifum hitans á heilsu og umhverfi hrossanna lægju fyrir.
Það má segja að þær leiðbeiningar sem til eru í dag séu ekki byggðar á skipulögðum
rannsóknum, heldur er um hrein reynsluvísindi að ræða.
Mikil gróska í hestamennsku undanfarin ár hefur kallað á uppbyggingu á öllum
mannvirkjum sem lúta að hestahaldi hér á landi, mætti þar nefna uppbyggingu
reiðvega, reiðhalla og keppnisvalla. Þessi uppbygging er til mikilla sóma í flestum
tilfellum. Samfara þessari uppbyggingu hefur verið farið í mikla skipulagsvinnu á
hesthúsahverfum t.d. á Kjóavöllum og Almannadal.
Ljóst er að einhver misbrestur er á hönnun þeirra hesthúsa sem verið er teikna eða em
í byggingu. Astæðurnar em ekki augljósar en líklega em fræðimenn á svið aðbúnaðar
húsdýra ekki hafðir með í ráðum við hönnun húsanna. Þessi hesthús er einstaklega
glæsileg mannvirki þar sem aðbúnaður hestamannsins er í sérflokki. Aðbúnaður
hrossanna er hinsvegar eitthvað sem augljóslega hefur verið að einhverju leyti mætt
afgangi, að líkindum vegna skorts á leiðbeiningum enda fæst ekki séð á ríkulegum
frágangi á vistarverum manna í þessum húsum, að takmarkað fjármagn ráði för. Þau
atriði sem uppúr standa lúta t.d. að skorti á réttri hönnun loftræstingar, hæð og
útfærslu milligerða, hönnun og lögun útigerða, staðsetningu þjónusturýma, útganga og
í raun innra skipulagi hesthúsanna o.fl.
Það er von okkar sem standa að verkefninu Hross í hollri vist, að fræðsla til
hesthúsaeigenda verði þannig að aðbúnaður hrossa verði settur sem útgangspunktur
þegar byggja eða endumýja á hesthús. Húsin séu þannig í reynd hönnuð utan um