Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 158
156 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Lífsferlar hryggleysinga í straumvatni
Elísabet Hannesdóttir
Háskóla Islands, Sturlugötu 7
Skilgreining á iífsferli
Lífsferill er skilgreindur sem röð útlits- og lífeðlisffæðilegra breytinga sem leiða til
myndunar á fullþroska einstaklingi sem getur æxlast (Resh og Rosenberg 1984). Á
lífsferli sínum ganga skordýr í gegnum fullkomna eða ófullkomna myndbreytingu,
auk vænglausra skordýra sem þroskast án myndbreytingar. Dægurflugur,
beinvængjur, steinflugur og skortítur ganga í gegnum ófullkomna myndbreytingu, þar
sem ungviði sem klekjast úr eggjum svipar útlitslega til fullorðnu einstaklinganna og
bera heitið gyðlur. Gyðlur eru svipaðar í útliti og fullorðnu dýrin en í stað vængja bera
þær forstig þeirra, svokallaða vængpoka. Stórvængjur, netvængjur, bjöllur, vorflugur,
fíðrildi og tvívængjur ganga í gegnum fúllkomna myndbreytingu þar sem lirfur sem
klekjast úr eggjum verða að púpum og svo að fúllorðnum einstaklingum. í þessu
tilfelli er útlitsmunur mikill milli ungviðis og fullorðnu einstaklinganna (Resh og
Rosenberg 1984).
Skordýr hafa harða kítínskum sem hindrar vöxt þeirra og til að geta stækkað þurfa þau
að ganga í gegnum hamskipti, þar sem gamla hamnum er hent og nýr myndast. Nýji
hamurinn sem myndast er mjúkur til að byrja með sem gerir dýrunum kleyft að vaxa
þar til hann harðnar að fullu. Ungviði skordýr þurfa að skipta um ham nokkmm
sinnum á lífsferli sýnum en hvert stig milli hamskiptanna kallast hamskipta- eða
lirfústig (instar) (Gullan og Cranston 2000). Fjöldi lirfústiga ólíkra ættbálka skordýra í
ferskvatni er frá þremur upp í fimmtíu (Resh og Rosenberg 1984).
I þessari umfjöllun er áhersla lögð á lífsferla vatnaskordýr með fullkomna
myndbreytingu. Eftir mökun verpa kvendýr eggjum í vötn eða á bökkum þeirra. Ur
eggjunum klekjast lirfur sem teljast þá á fyrsta lirfustigi. Strax á þessu stigi fara
lirfumar að dreifa sér í leit að hentugu búsvæði. Margar kvenflugur verpa oft á sama
stað í vatnið sem getur valdið miklum þéttleika lirfa og til að tryggja nægt
fæðuframboð og draga úr þéttleikaháðum dauðsföllum finna lirfúnar sér ný búsvæði.
Á lirfustigum sem koma á eftir því fyrsta, fer mestur tími í fæðuöflun og vöxt. Á
púpustigi nærast dýrin ekkert og því notast púpan við orku og næringu sem safnaðist á
lirfustigum. Úr púpunni flýgur upp fullorðinn einstaklingur en hann myndar tengsl
milli fæðuvefs straumvatns og lands (Huryn og Wallace 2000).
Lífssöguþættir
Þættir tengdir lífsferlum sem geta verið breytilegir milli einstaklinga, eða stofúa sömu
tegundar kallast lífssöguþættir (á ensku „life history"). Afföll, vöxtur, þroski, dvali,
útbreiðsla og æxlun em dæmi um lífssöguþætti. Fjöldi kynslóða sem hryggleysingjar
ljúka á einu ári (voltinismi) er breytilegur milli ólíkra hópa og telst til lífssöguþátta.
Hryggleysingjar geta haft eina, tvær eða fleiri kynslóðir á ári, en sumar tegundir ná
ekki að ljúka lífsferli sínum á einu ári (Resh og Rosenberg 1984).
Vaxtarhraði skordýra í vatni er mjög breytilegur sem endurspeglast í breytilegri lengd
lífsferla þeirra (Gullan og Cranston 2000). Vaxtarhraðinn ákvarðast af fæðuframboði,