Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 159
MÁLSTOFA E - VATNAVISTFRÆÐI | 157
hitastigi, líkamsstærð, stoínþéttleika og fleiri þáttum (Huryn og Wallace 2000).
Afræningjar geta haft áhrif á vaxtarhraða bráðarinnar, en breytingar verða á atferli
hennar með tilvist afræningja. Bráðin heldur meira kyrru fyrir, hún leitar skjóls og er
meira virk á nóttinni en slíkt dregur úr fæðuöflunartíma og þar með vaxtarhraða.
Samkeppni um fæðu getur haf't neikvæð áhrif á vaxtarhraða (Huryn og Wallace 2000).
A svæðum þar sem auðlindir eru jafndreifðar allt árið umkring má fínna skordýr sem
ljúka fleiri en þremur kynslóðum á ári. A tempraða beltinu eru skordýr með eina
kynslóð á ári tíð en þar eru auðlindir árstíðabundnar. Sumar tegundir hafa fastan
fjölda kynslóða á ári en hjá öðrum getur slíkt breyst með landfræðilegri staðsetningu,
sérstaklega hjá tegundum sem hafa víða útbreiðslu (Gullan og Cranston 2000). í
búsvæðum þar sem dánartíðni er há ætti vaxtarhraði að vera hámarkaður og stærð
lágmörkuð, en í búsvæðum þar sem dánartíðni er lág, ætti stærðin að vera hámörkuð
og vaxtarhraði lægri og þroskunartími lengri (Huryn og Wallace 2000).
Rykmýslirfur af ættkvíslinni Chironomus sem lifa í tjömum í Alaska hafa einn
hægasta vaxtarhraða allra skordýra í ferskvatni (ca. 0.1% á dag), en það tekur 7 ár
fyrir lirfumar að ljúka lífsferli sínum. Helst má finna svo langa lífsferla í köldu
straumvatni á tempraða beltinu. Skeldýr eru langlífustu hryggleysingjarnir í ferskvatni
en dæmi em um tegundir sem hafa 10 ára lífsferil og mjög hægan vöxt. Margir hópar
hryggleysingja sem hafa hægan vöxt og því langan lífsferil, líkt og samlokur og
sniglar, hafa skeljar sem verja dýrin fyrir afráni eða hnjaski og draga þannig úr
affollum. í straumvatni í Georgíu er að fínna rykmýstegundina Polypedilum spp. sem
lýkur lífsferli sýnum á 7-12 dögum og hefur mjög háan vaxtarhraða. Hár hiti, góð
fæða og smá líkamsstærð lirfanna er talið stuðla að þessum háa vaxtarhraða (Huryn og
Wallace 2000).
Flest skordýr þroskast ekki allt árið umkring heldur falla í dvala þegar skilyrði eru
óhagstæð (Gullan og Cranston 2000). Dvali er þekktur hjá skordýmm í tempraða
beltinu þar sem lífsferillinn er sjaldnast samfelldur og árstíðabreytingar gera verið
miklar. í hitabeltinu eru samfelldir lífsferlar algengir þar sem árstíðabreytingar er mun
minni en í tempraða beltinu og sérstök tímabil þar sem dvali á sér stað fmnast ekki.
Dvali gegnir mikilvægu hlutverki í lífsferli skordýra því hann samhæfír ákveðna
lífssögulega atburði við umhverfisaðstæður. Dvali er leið skordýra til að lifa af erfíða
tíma; á vetumar í kulda og við takmarkanir á magn fæðu og á sumrin í hita og þurrki
þar sem skortur getur verið á súrefni. Dvali að vetrarlagi kallast á ensku „hibernation“
eða vetrardvali en á dvali á sumrin kallast „aestivation“ eða sumardvali (Resh og
Rosenberg 1984).
Áhrifaþættir (í lífssögu)
Hiti, fæða og ljóslota eru megin þættir sem hafa áhrif á lífssögu skordýra í ferskvatni.
Aðrir þættir, lífrænir (súrefni, sýrustig, straumhraði, undirlag) og ólíffænir (afrán,
sníkjulífi og samkeppni) hafa einnig áhrif. Hiti getur haft bein áhrif á vöxt lirfa en
óbeinu áhrifin felast í breytingum á magni og gæði fæðu sem er til staðar. Hitasveiflur
em minni í ferskvatni en í andrúmsloftinu og fylgja ákveðnu mynstri sem
lífssöguþættir em tímasettir eftir. Hiti getur haft áhrif á þroskun eggja, vöxt og þroska
lirfa, púpun, klak og stærð fullorðinna einstaklinga og frjósemi þeirra. Magn fæðu og
gæði hennar skipta máli fyrir þroskun eggja, vöxt lirfa, púpun, klak og stærð
fullorðinna við þroskun (Resh og Rosenberg 1984). Mackey (1977) sýndi fram á að
gerð fæðu hefur áhrif á vaxtar- og þroskunarhraða rykmýslifa af tegundinni
Ablabesmyia monilis. Breytingar á ljóslotu er áreiðanlegur fyrirboði árstíðabreytinga,