Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 170
168 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Niðurstöður og umræður
Niðurstöður rannsóknarinnar renndu almennt stoðum undir þær tilgátur sem lagðar
voru fram. Bleikjan var að meðaltali með 4.4 sinnum stærri óðul (0.558 m2) en
urriðinn (0.127 m2) og var þessi munur líka greinilegur þegar hver stofn var skoðaður
sérstaklega; meðal óðalsstærð var alltaf stærri fyrir bleikju en hjá urriða (Tafla I).
Tafla 1. Óðalstærð fyrir þrjá bleikjustofna og þrjá urriðastofna í Skagafirði og
nágrenni, 2007 og 2008.
Óðalsstærð (m2) Meðaltal Láqqildi - Háqildi
Bleikja - stofn
Myllulækur 0.287 0.015-0.860
Grafará 0.635 0.083-1.725
Laxá í Skefilsstaðhreppi 0.780 0.130-1.635
Urriði - stofn
Fremri - laxá 0.177 0.039-0.542
Húseyjarkvísl 0.089 0.012-0.199
Þverá 0.114 0.019-0.335
Þessi munur í óðalsstærð endurspeglaðist í hreyfanleika tegundanna tveggja. Eins og
búist var við þá mældist bleikjan marktækt hreyfanlegri við fæðuám (Meðaltal = 25%,
Lággildi = 0%, Hágildi = 91%) en urriðinn (meðaltal = 2%, lággildi = 0%, hágildi =
7%) (t-próf: t = 4.284, df = 55, p < 0.001). Innan hvorrar tegundar reyndust
hreyfanlegri einstaklingar einnig nota stærri óðul (Bleikja: logio óðalsstærð (m2) =
0.268 logio (hlutfall hreyfanlegra fæðuárása + 0.01) - 0.654, n = 27, p = 0.025; Urriði:
logio óðalsstærð (m2) = 0.884 logio (hlutfall hreyfanlegra fæðuárása + 0.01) - 1.362, n
= 30, p < 0.001). Að lokum virðist bleikja ekki verja óðul sín eins vel og urriðinn.
Þetta endurspeglast m.a. í því að staðbundin mettun búsvæða (PHS) virðist mun meiri
hjá bleikju (meðaltal = 85.6%, lággildi = 1%, hágildi = 312%) heldur en hjá urriða
(meðaltal = 20.8%, lággildi = 1%, hágildi = 103%) (t-test: t = 4.178, df = 59, p <
0.001). Sérstaklega er mikilvægt að alls mælist mettun búsvæðis yfir 100% hjá 10
bleikjum af 31 en einungis hjá einum urriða, þetta bendir til þess að töluverð skörun
geti verið milli bleikjuóðala og fískar deili svæðum á milli sín.
Þessi rannsókn er sú fyrsta sem kortleggur óðalsatferli íslenskra laxfiska við
náttúrlegar aðstæður, og sýnir hún að íslenskir laxfiskar verja misstór óðul, eru
mishreyfanlegir og verja óðul sín misvel. Frekari rannsóknir eru þó nauðsynlegar til
að skilja betur hlutverk óðals- og fæðuatferlis við að móta vöxt, þéttleika og
útbreiðslu laxfiska í íslenskum ám. Þessi rannsókn skilar líka nýstárlegum
upplýsingum á alþjóðlegum mælikvarða. Þannig er þetta í fyrsta sinn sem óðalatferli
er kortlagt fyrir bleikju í ám, og í fyrsta sinn sem óðul vorgamalla urriðaseiða eru
kortlögð fyrir físka sem ekki eru endilega bundnir við að verja eina fæðustöð. Þá
renna niðurstöðumar stoðum undir þá tilgátu að hreyfanlegri einstaklingar og tegundir
noti stærri óðul og sterk tengsl séu þannig á milli breytileika í fæðunámi og
óðalsatferlis.