Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 172
170
FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Göngumynstur og hrygningarstaðir laxa í Laxá í Aðaldal
Kristinn Ólafur Kristinsson1, Guðni Guðbergsson2 og Gísli Már Gíslason '
1Líffrœðistofmm Háskólans, Háskóli íslands, Sturlugötu 7, Reykjavík og
Náttúrustofa Norðausturlands, Garðarsbraut 19, Húsavík
,2Veiðimálastofnun, Keldnaholti, 112 Reykjavík
3Líffrœðistofnun Háskólans, Sturlugötu 7, Reykjavík
Útdráttur
Laxar voru veiddir við Æðarfossa við ósa Laxár í Aðaldal. Ymsir eiginleikar þeirra
voru mældir og þeir merktir með útvarpssendimerkjum áður en þeim var sleppt.
Göngumynstur þeirra var síðan kortlagt með því að fylgjast með þeim með viðtæki
sem nam sendingar frá merkjum einstakra fiska, hvert þeir synda, og hvar þeir
stöðvast á hrygningarsvæðum. Búsvæði þeirra voru kortlögð og síðan verður á árinu
2009 skoðuð afkoma seiða sem klekjast á hrygningarstöðum og eiginleikar þeirra,
stærð, ástand og þroskun borin saman við eiginleika foreldranna.
Laxinn gekk upp Laxá og í þverár hennar og var lengst gangan u.þ.b. 55 km frá
Æðarfossum. Af 63 merktum löxum vom 56 merktir neðan Æðarfossa og gengu 41
þeirra áfram upp fyrir fossa. Þar af gengu 2 upp Eyvindarlæk og 7 fiskar gengu í
Mýrarkvísl.
Inngangur
Laxá í Aðaldal er fiskgeng frá ósi við Skjálfandaflóa að Brúarfossum, og telst ein
besta laxveiðiá á landinu (Gísli Már Gíslason 1991, 1994). Almennt er þekkt að stórir
laxar velja sér búsvæði á dýpra vatni en smáir. Kondolf and Wolman, (1993) sýndu
fram á að laxar hrygndu í stríðari straumi og grófari botni en urriði. Laxá í Aðaldal er
sérstök meðal laxveiðiáa að því leiti að hún rennur á hraunbotni og það er mikill
sandburður í ánni, en lítið er um malarbotn sem lax kýs yfirleitt til hrygningar í öðmm
ám (Ami Einarsson o.fl. 2004, Þorkell Lindi Þórarinsson o.fl. 2004). Því er mikilvægt
að leiða í ljós hvaða botngerð og hvaða svæði í ánni nýtist laxinum til hrygningar. Það
er um leið áhugavert að bera saman hvers konar undirlag stórlaxar annars vegar og
smálaxar hins vegar kjósa sér eða hvort þar sé enginn munur á. Staðsetning
hrygningarstaða mun auðvelda það að meta áhrif sands á lífríki og afkomu laxfiska
sem verið hefur til umræðu á undanfömum ámm. Athuganir hafa ekki farið fram á
vali fiska á hrygningarsvæðum í ánni og brýnt að þær fari fram vegna sérstöðu árinnar
hvað varðar botngerð (Guðni Guðbergsson 2004). Slík þekking er ein af undirstöðum
verndunar og sjálfbærrar nýtingar laxasofna í Laxá og hliðarám hennar.
Markmið verkefnis er að kortleggja göngur laxa á vatnakerfi Laxár í Aðaldal,
staðsetja hrygningarstaði og meta afkomu seiða á ólíkum hrygningarstöðum.
Rannsóknunum er ætlað að svara (1) hvar riðastöðvar laxins em á vatnasvæði Laxár
(2) hvers konar botngerðar laxinn velur til hrygningar, (3) hvort munur er á grófleika
hrygningarbotns og dýpi eftir stærð laxa (4) hversu algengt er viðkomandi undirlag í
Laxá og þverám hennar, (5) hvort munur er á afkomu seiða með tilliti til botngerðar
og (6) hvort munur er á afkomu seiða með tilliti til stærðar foreldra. Verkeftiið hófst í
júní 2008, og er meistaraverkefni Kristins Ólafs Kristinssonar við Líffræðistofnun
Háskóla Islands í samvinnu við Náttúmstofú Norðausturlands, Veiðimálastofnun og