Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 177
MÁLSTOFA E - VATNAVISTFRÆÐI | 175
Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum
Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson
Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild
Ágrip
Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins, en hér á
landi hefur hann lítið verið rannsakaður. í þessari rannsókn voru skoðuð gögn ífá
Veiðimálastofnun úr átta mismunandi ám á Islandi. Árnar voru valdar með tilliti til
eiginleika ásamt staðsetningu út frá berggrunni og landshluta. Öllum tiltækum
gögnum var safnað saman en til að svara tilgátum var notast við gögn frá árunum
1989 til 2006. Það kom í ljós að í þeim ám sem rannsakaðar voru, var meðalhlutfall
endurtekinnar hrygningar á rannsóknartímanum ffá 3,0% í Norðurá uppí 9,8% í Stóru-
Laxá. Meðalhlutfall hrygna á meðal laxa sem voru að koma til endurtekinnar
hrygningar var frá 45,1% í Stóru-Laxá upp í 98,9% í Þjórsá. Það hafði aðeins orðið
marktæk breyting með tíma (minnkun) á hlutfalli endurkomulaxa í Laxá í Aðaldal en
var mjög nálægt að vera það í Miðfjarðará. Það var ekki marktækur munur á hlutfalli
endurtekinnar hrygningar út frá berggrunni (móbergssvæði vs. blágrýtissvæði) en
hinsvegar kom fram marktækur munur þegar ánum var skipt eftir landshlutum (suður
og vestur vs. norður og austur).
Inngangur
Atlantshafslaxinn er ein þeirra fisktegunda þar sem hrygning og seiðastig fer fram í
ferskvatni en vaxtarskeið fer að stærstum hluta fram í sjó. Kynþroska laxar ganga inn í
ár á íslandi frá lokum maí til september (Gunnar Jónsson 1983). Hrygning fer fram frá
september og fram í desember (Þór Guðjónsson 1978), en klak hérlendis tekur um 6-8
mánuði (Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1996). Eftir klak eru seiði í ánni í
um 3-5 ár (Þór Guðjónsson 1978) þar til þau halda til hafs þá um 10-12 cm löng
(Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson 2005). Flestir íslenskir laxar dvelja 1-2
ár í hafi (Þór Guðjónsson 1978; Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1996)
áður en þeir snúa aftur til sinnar heimaár þar sem þeir hrygna.
Flestir laxar hrygna aðeins einu sinni og drepast um veturinn eftir hrygningu enda
missa þeir stóran hluta orkubirgða sinna á hrygningartíma (Jonsson o.fl. 1991b;
Jonsson o.fl. 1997). Ákveðinn hluti hrygningarfiska nær þó að ganga til sjávar og
koma aftur til hrygningar. Vitað er til þess að lax hafi komið sex sinnum inn til
hrygningar (Ducharme 1969). Laxar sem hrygna aftur, hrygna annað hvort á hverju
ári eða annað hvert ár (Niemela o.fl. 2006b). Lengd þess tíma sem endurkomulax
dvelur í sjó á milli hrygningar hefur verið lýst af Jones (1959) og getur hún verið: 1)
stutt dvöl þar sem lax fer út að vori og kemur inn samsumars, 2) löng dvöl þegar lax
fer út að vori og kemur aftur næsta vor/sumar og 3) mjög löng dvöl þar sem lax er um
18 rnánuði í burtu áður en hann snýr aftur til hrygningar. Jonsson o.fl. (1991 a),
greindu gögn úr sautján norskum ám og komust að því að hlutfall laxa sem láta ár líða
milli hrygningar (löng dvöl), eykst með stærð og aldri við fyrsta kynþroska. Það
virðist sem stórlaxar þurfi meiri tíma til að ná upp orkubirgðum, enda hefur verið
fundið út að eldri laxar noti allt að 70% af orkubirgðum sínum (Jonsson o.fl. 1997)
við hrygningarferlið, á meðan smálax noti allt að 50-60% (Jonsson o.fl. 1991b).Víða
er hlutfall endurkomulaxa erlendis um 3-6% af laxveiðinni (Mills 1989) en vitað er til
þess að það hafi farið upp í 34% á vesturströnd Skotlands (Pyefinch 1955, tilvísun í
Dymond 1963) og í á í Quebec í Kanada (Calderwood 1928, tilvísun í Dymond 1963).