Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 180
178 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
kora enginn lax aftur til hrygningar í einstökum ám. Eins og sjá má í töflu I. þá náði
meðaltal í hverri á fyrir sig yfir rannsóknartímann frá 3,0% (Norðurá) uppí 9,8%
(Stóra-Laxá) en miðgildi frá 1,2 (Þjórsá) uppí 6,0 (Stóra-Laxá). Á 3.mynd má sjá hve
skekkt gögnin voru úr flestum ánum.
1. tafla. Endurtekin hrygning í rannsóknaránum frá 1989-2006.
Vatnsfall N (ár) Meðaltal Hæsta gildi Lægsta gildi Miðgildi Staðal- frávik C.I. af meðaltali
Þjórsá 18 3,4 13,6 0,0 1,2 4,6 2,3
Stóra-Laxá 18 9,8 25,0 0,0 6,0 7,7 3,8
Sogið 18 6,6 20,0 0,0 5,1 5,8 2,9
Botnsá 18 5,3 16,7 0,0 2,9 5,1 2,5
Norðurá 18 3,0 7,5 0,0 2,4 2,1 1,0
Flekkudalsá 18 5,8 14,0 0,0 5,3 4,3 2,2
Laxá í Aðaldal 18 3,6 23,5 0,0 1,5 5,8 2,9
Miðfjarðará 18 3,8 12,5 0,0 2,1 3,7 2,4
Marktækur munur kom fram á miðgildi endurtekinnar hrygningar milli Stóru-Laxár
og Þjórsár (p = 3,41) og svo Stóru-Laxár og Laxár í Aðaldal (p = 3,36), en ekki á milli
neinna hinna ánna.
3. mynd. Box-plot endurtekinnar hrygningar í rannsóknaránum frá 1989-2006.
í Laxá í Aðaldal kom fram marktæk fækkun (p = 0,013) á endurtekinni hrygningu
með tíma (tafla 2) og í Miðfjarðará var fækkun nálægt marktæknimörkum (p = 0,052).
í hinum ánum var ekki fylgni milli hlutfalls og tíma. I þessum tveimur ám, sem báðar
eru á Norðausturlandi, útskýrði tími (y) 33% af hlutfalli endurtekinnar hrygningar (x).