Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 182
180 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
100 -
80
60
40
20
0
5. mynd. Hrygnur og hængar meðal endurkomulaxa allra vatnsfalla frá 1989-2006.
Þegar allar ár voru teknar saman (5. mynd) var meðaltal hrygna 66,4% og hænga
33,0% þar sem hrygnur voru marktækt fleiri (p = 0,001). Þegar einstakar ár voru
bomar saman mátti sjá marktækan mun á hlutfalli hrygna og hænga milli Þjórsár og
Laxár í Aðaldal, Þjórsár og Stóru-Laxár og Þjórsár og Miðfjarðarár. Það fannst
mismunur á milli vatnsfallanna í þessarri rannsókn.
Tafla 4. Hrygnur meðal endurkomulaxa í rannsóknaránum frá 1989-2006.
Vatnsfall Meðalt. (%) Hæsta gildi Lægsta gildi Miðgildi Staðafrávik C.I. af meðaltali
Þjórsá 98,9 100,0 88,9 100,0 3,5 2,5
Stóra-Laxá 45,1 100,0 0,0 50,0 35,7 18,3
Sog 70,2 100,0 0,0 100,0 41,4 23,9
Botnsá 69,0 100,0 0,0 90,0 38,7 22,4
Norðurá 76,6 100,0 33,3 75,0 21,1 10,9
Flekkudalsá 75,4 100,0 0,0 81,7 28,4 15,1
Laxá í Aðaldal 46,6 100,0 0,0 60,0 37,2 21,5
Miðfjarðará 52,2 100,0 0,0 50,0 35,9 25,7
Hrygnur Hængar
Umræður
Hlutfall endurkomulaxa í íslensku ánum sem rannsakaðar voru, reyndist svipað og
víða erlendis (Mills 1989; Jonsson o.fl. 1991 a). Stóra-Laxá sker sig nokkuð úr með
hæsta meðaltal endurtekinnar hrygningar á rannsóknartímanum. Hæsta hlutfall utan
rannsóknartímans á einu ári var í Botnsá, en það er nálægt því sem vitað er til erlendis
(Moore o.fl. 1995). Þar sem Stóra-Laxá og Þjórsá eru á sama landshluta er
athyglisvert að það skuli vera marktækur munur á hlutfalli endurtekinnar hrygningar
sem bendir til þess að sjávardvölin sem slík hafi ekki úrslitaáhrif, en umhverfið í ánni
hafi líklega meira að segja. Góð lifun endurkomulaxa í ám hefur verið tengd við góðar
vetraraðstæður (Cunjak o.fl. 1998, tilvísun í Bardonnet & Baglinére 1998). Það var
marktækur munur á milli Stóru-Laxár og Laxár í Aðaldal sem er lindá. Hugsanlegt er
að í Laxá í Aðaldal sé meiri samkeppni við laxa sem eru að koma í fyrsta skipti til
hrygningar eða þá að þættir í sjó hafi áhrif.
Þar sem stórlöxunr hefur verið að fækka á undanfömum áratugum (Guðni
Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson 2005) má ætla að endurkomulöxum hafi verið
að fækka að sama skapi. Marktæka minnkun á endurtekinni hrygningu var aðeins að