Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 183
MÁLSTOFA E - VATNAVISTFRÆÐI | 181
fmna í Laxá í Aðaldal, en Miðijarðará var á mörkunum. Báðar þessar ár eru á
Norðausturlandi og því líklegt að svæðisbundnir þættir, hvort sem er í ánni eða á
vetrarslóðum í sjó, geti verið að hafa áhrif.
Þegar skoðuð var tíðni endurtekinnar hrygningar eftir staðsetningu kom ekki fram að
berggrunnur hefði áhrif en hinsvegar sýndi mismunandi staðsetning eftir landshluta
marktækan mun. Það er í samræmi við fyrri rannsóknir á íslandi frá Þórólfí
Antonssyni (1998) og Scamecchia o.fl. (1989) sem hafa líka sýnt fram á
landshlutabundinn mun á laxveiði.
Marktækur munur kom fram á milli kynja þegar allar ár vom teknar saman en það er
stutt með erlendum rannsóknum frá Ducharme (1969), Dymond (1963) og Bagliniére
og Porcher (1994). Flestar ámar gáfu marktækan mun milli kynja, þó ekki Stóra-Laxá,
og ámar á Norðausturlandi, Laxá í Aðaldal og Miðfjarðará. Það er hugsanlegt að hjá
hængum fari lengri tími í átök við laxa af sama kyni en hjá hrygnum, sem hafi
eitthvað með þennan mun kynja að gera, samanber rannsóknir Fleming (1998) og
Webb og FTawkins (1989), ásamt þeirri staðreynd að sveppasýkingar í sárum eftir átök
hænga draga þá oft til dauða (Bagliniére & Porcher 1994).
Endurtekin hrygning er lítill hluti hrygningar hjá laxastofnum á íslandi, sem og annars
staðar í heiminum, en getur þó leikið stórt hlutverki í afkomu tegundarinnar og
afkomu einstakra stofna. Samkvæmt Chadwick (1988), er endurtekin hrygning
mikilvæg vegna þess að hún dregur úr áhrifum breytileika á afkomu laxa í sjó. Ef
afkoma eins árs laxa (smálaxa) er léleg, geta þeir laxar sem em að koma aftur inn til
hrygningar bætt upp hrygningu þess árs. í Miramichi ánni í Kanada hafa sum ár allt að
40% af heild hrogna í ánni, verið lögð til af endurkomulöxum (Moore o.fl. 1995).
Saunders og Schom (1985), leiða líkur að því að breytileg lífssaga laxa sé það
gangverk sem geri litlum stofnum kleift að haldast stöðugum og viðhalda
erfðafræðilegum fjölbreytileika, með því að hafa þann möguleika að einn árgangur
geti dreift genum sínum á fleiri ár og þar með dregið úr hættu á skyldleikaræktun.
Með þessum breytileika í lífssögu, er laxinn líka að hámarka lifun og stöðugleika
lífstofnsins (Klementsen o.fl. 2003). Endurtekin hrygning bæði lengir tímabil
árangursríkrar veiði og eykur verðmæti auðlindarinnar. Hún gerir stjórnun hennar
jafnframt flóknari (Niemela o.fl. 2006a) þar sem reikna þarf með fleiri árgöngum í
veiðinni. Samkvæmt Chadwick (1988), þá þýðir fækkun endurkomulaxa, minna
öryggi í hrognaframleiðslu ef það er breytileiki í heimtum úr sjó.
Þörf er á yfirgripsmeiri rannsóknum með fleiri þáttum innan ánna og sjávarins með
tengingu við lífssögu laxastofnanna í ánum. Þá mætti hugsanlega fmna betri skýringar
á breytilegum eiginleikum þessa nauðsynlega þáttar, endurtekinni hrygningu, í
lífsafkomu stofna Atlantshafslaxins.
Þakkir
Kærar þakkir fá allir starfsmenn Veiðimálastofnunar í Reykjavík, á Selfossi og á
Sauðárkróki sem hjálpuðu mjög mikið til við þessa rannsókn á margvíslegan hátt.
Fanney Ósk Gísladóttir fær þakkir fyrir aðstoð við kortagerð. Dennis Scamecchia,
Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Jóhannes Baldvin Jónsson fá þakkir fyrir yfirlestur og
ábendingar. Óðinn Þórarinsson fær þakkir fyrir upplýsingar um vatnsrennsli og
vatnshæðarmæla. Jámgerður Grétarsdóttir og Erla Sturludóttir fá þakkir fyrir aðstoð
við tölfræði.