Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 188
186 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Mat á heildarlífþyngd gönguseiða er til fyrir árin 1989-1992 og 1995-2006 í
Vesturdalsá en frá 1988-2006 í Elliðaám. Lífþyngd gönguseiðanna sem gengið hafa
út úr Vesturdalsá ár hvert hefur verið frá 100 kg árið 1989 upp í 350 kg árið 2006 en
að meðaltali 212 kg. I Elliðaám var lífþyngd gönguseiða að meðaltali 474 kg.
Við tölfræðilegan samanburð með línulegri aðhvarfsgreiningu reyndist ekki marktækt
samband á milli lífþyngdar væntanlegra gönguseiða og gönguseiða árið eftir í
Vesturdalsá (P=0,138 og R2=0,15). Þó var á síðari hluta tímabilsins nokkur fylgni
milli þessara þátta og marktækt logarithmistk samaband fyrir tímabilið 1995-2005
(P=0,017 og R2=0,48). í Elliðaánum reyndist þetta samband vera marktækt árabilið
1988-2006 (P=0,032 og R2=0,24).
Framleiðsla hvers klakárgangs laxaseiða í Vesturdalsá var að jafnaði 526 kg en í
Elliðaám 438 kg. Þrátt fyrir að meðalfjöldi smáseiða og meðallífþyngd sé svipuð í
báðum ánum, framleiða Elliðaámar að meðaltali tvöfalt fleiri gönguseiði árlega heldur
en Vesturdalsáin. Þegar þessar tölur em skoðaðar í samhengi við flatarmál ánna,
kemur í ljós að framleiðsla laxaseiða er ríflega tvöfalt meiri í Elliðaám en í
Vesturdalsá að meðaltali (tafla 1). Skýringanna er líkast til að leita í betri
vaxtarskilyrðum í Elliðaám og seiðin em u.þ.b. einu ári skemur að ná
gönguseiðastærð þar en í Vesturdalsá. Seiðin í Elliðaám em því einu ári skemur undir
náttúmlegum affollum heldur en í Vesturárdal.
Tafla 1. Fjöldi og lífþyngdir laxaseiða ÍVesturdalsá og Elliðaám yfir árabil (N=árafjöldi).
Meðal-
Meðal fjöldi smáseiða n Meðallífþyngd smáseiða B(g) Meðal fjöldi gönguseiði n Meðallífþyngd gönguseiði B (g) framleiðsla klakárgangs P(g) Flatarmál árinnar A (m2) P/A (g/m2)
Vesturdalsá 177.230 852.021 10.139 211.791 525.600 470.990 1,12
fjöldi ára N=28 N=28 N=16 N=16 N=26
Elliðaár 171.354 739.873 20.536 473.731 438.203 199.711 2,19
fjöldi ára N=21 N=21 N=19 N=19 N=17
Heimildir
Chapman, D.W. 1978. Production. TMethods for Assessment of Fish Production in Fresh Water.
T.Bagenal (ritstj.). Blackwell Sci. Publ. Oxford, 365 bls.
Friðþjófur Arnason, Þórólfur Antonsson and Sigurður Már Einarsson 2005. Evaluation of single-pass
electric fishing to detect changes in population size of Atlantic salmon (Salmo salar L.) juveniles.
ICEL.AGRI.SC1. 18:67-73.
Þórólfur Antonsson 2000. Mat á búsvæðum laxaseiða í Vesturdalsá. Skýrsla Veiðimálastofnunar,
VMST-R/0017. 9 bls.
Þórólfur Antonsson, Friðþjófur Arnason and Sigurður Már Einarsson 2005. Comparison of density,
mean length, biomass and mortality of Atlantic salmon (Salmo salar L.) juveniles between regions in
Iceland. ICEL. AGRI. SCI. 18: 59-66.
Þórólfur Antonsson og Sigurður Guðjónsson 1998. Búsvæði laxfiska í Elliðaám. Framvinduskýrsla í
lífríkisrannsóknum. VMST-R/98001. lóbls.
Þórólfúr Antonsson og Sigurður Guðjónsson 2002. Variability in Timing and Characteristics of
Atlantic Salmon Smolt in Icelandic Rivers. Transactions of American Fisheries Society 131:643-655.