Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 189
MÁLSTOFA E - VATNAVISTFRÆÐI | 187
Framvinda fískstofna í miðlunar- og uppistöðulónum
Guðni Guðbergsson
Veiðimálastqfhun, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Inngangur
Gert er ráð fyrir því að umhverfisáhrif virkjana séu metin áður en ákvarðanir eru
teknar varðandi framkvæmdir. Ekki hefur í öllum tilfellu legið fyrir þekking og
reynsla til að hægt hafi verið að sjá fyrir áhrif af framkvæmdum og því mikilvægt að
fylgjast með og skrásetja þá framvindu sem verður. Þannig að hægt verði að nýta þá
þekkingu við mat á komandi framkvæmdum.
Allmargar rannsóknir liggja fyrir um framvindu fiskstofna nokkurra miðlunar- og
uppistöðulóna hér á landi og eru hér teknar saman niðurstöður rannsókna á
fískstofnum Þórisvatns, Kvíslaveitu og Blöndulóns.
Fylgst var með landnámi svifs í Kvíslaveitu (Hákon Aðalsteinsson 1989) og
viðgangi, vexti og veiðinýtingu urriða (Guðni Guðbergsson 1990, Guðni Guðbergsson
og Þórólfur Antonsson 1991, Guðni Guðbergsson, Magnús Jóhannsson og Þórólfur
Antonsson 1997, Guðni Guðbergsson og Ragnhildur Magnúsdóttir 2001, Guðni
Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson 2008).
Frá árinu 1973 hefur verið fylgst með urriðastofninum í Þórisvatni (Jón Kristjánsson
1974, 1976, 1978, 1980, 1982, Maríanna Alexandersdóttir 1976, Sigurður Már
Einarsson og Vigfús Jóhannsson 1984, Vigfús Jóhannsson og Sigurður Már Einarsson
1987, Þórólfur Antonsson 1990, Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1991 og
1997a, Guðni Guðbergsson 1999, Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson 2008).
Niðurstöður rannsókna á veituleið Blönduvirkjunar hafa verið settar fram í
framvinduskýrslum (Þórólfur Antonsson og Guðni Guðbergsson 1989a; 1989b;
1991a; 1991 b; 1993; Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1994; Guðni
Guðbergsson, Sigurður Guðjónsson og Þórólfur Antonsson 1995, Guðni Guðbergsson
og Þórólfúr Antonsson 1996, Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1997).
Miðlunarlón eru notuð sem vatnsbanki sem safnað er í þegar rennsli er mikið og
miðlað úr þegar rennsli minnkar. A norðlægum slóðum er yfírleitt safnað í slík lón frá
því leysingar byrja að vori og fram undir haust þegar hæstu vatnsstöðu er náð, og
síðan rniðlað úr þeim yfir vetrarmánuðina þegar rennsli er minna. Með þessu móti er
hægt að jafna vatnsrennsli og nýta meðaltalsvatnsorkuna. Orkunotkun er jafnan mest
yfír vetrarmánuðina og eru miðlunarlón því einskonar orkugeymsla milli árstíða
(Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1997).
Vatnsborðsbreytingar leiða yfírleitt til aukinnar útskolunar jarðvegsefna úr bökkum en
hve rnikil útskolunin verður er m.a. háð lögun vatnsskálarinnar, jarðlagagerð,
botngerð, öldugangi og miðlunarhæð. Það sem skolast fyrst burtu eru fínustu agnirnar
og er rofið því verulega háð því úr hverju bakkamir eru gerðir. Annað hvort skolast
rofefnin út úr miðlunarlóninu eða að þau botnfalla á dýpri hlutum þess. Vegna rofs og
þurrkunar á strandsvæðum minnkar gróður í vötnunum þar sem miðlun nær til (Aass
og Borgstrom 1987).
Við þær aðstæður þar sem mikill jökuláhrif eru getur lífræn framleiðsla takmarkast af
ljósi en ekki magni uppleystra næringarefna eins og gerist og gengur í flestum öðrum
vötnum.