Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 200
198 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
meðaltal fyrir heildaruppskeru og hlutfall smárans í heyfengnum af nánast öllum
tilraunareitunum fyrstu þrjú uppskeruárin án tillits til yrkja, svarðarnauta,
sláttumeðferðar eða áburðargjafar (COST 852 tilraunimar undanskildar auk reita með
yrkjum sem lifðu illa eða alls ekki). í ljós kom að rauðsmárataða hefur gefið að
meðaltali 5 t ha"1 en breytileiki er mikill milli tilrauna einstök ár, allt frá tveimur
tonnum og upp í tæp 8 tonn á hektarann (1. tafla). Smárinn hefur almennt lifað mjög
vel og er rétt tæpur helmingur af heildarheyfengnum. Hvítsmárataðan hefúr gefíð
talsvert minni uppskeru, eða 4,2 t ha'1 að meðaltali, og þar er breytileikinn lika talsvert
mikill. Hlutdeild smárans var rétt tæp 30% af heildarheyfeng að meðaltali.
Velta má fyrir sér hvort þetta sé ásættanleg uppskera. Rauðsmára hefur yfirleitt verið
sáð í blöndu með vallarfoxgrasi og nituráburður hefur að jafnaði verið innan við 50 kg
N ha’1 en steinefnaáburður hefur verið ríflegur. Reiknað hefúr verið að meðaluppskera
úr átta vallarfoxgrastilraunum á Korpu á sama tímabili, sem fengu 120 kg N ha’1 og
slegnar voru við skrið, hafi verið 5,1 t ha’1 (Jónatan Hermannsson, 1998) þannig að
rauðsmárataðan má vel við una. Hvítsmára hefur hins vegar aðallega verið sáð með
vallarsveifgrasi. Það gefur almennt minni uppskeru en vallarfoxgras, auk þess sem
hvítsmári er allur smágerðari en rauðsmári og leggur því minna til fóðursins. A það
sérstaklega við um þau norðlægu yrki sem hér hafa verið ræktuð. Það er þó vert að
benda á að almennt er mælt með því að smárinn sé um 30% af heyfengnum og varð
það raunin hér öll uppskeruárin.
1. tafla. Heildaruppskera (t ha"1) og hlutdeild smára (%) í heyfeng úr tilraunum með
rauðsmára (n = 306) og hvítsmára (n = 252) sem listaðar eru í 1. viðauka.
Uppskera, t ha ' Smári, %
Meðaltal Bil Meðaltal Bil
Rauðsmári
l.ár 4,98 3,21-7,79 35 8-63
2. ár 4,60 2,17-7,71 46 18-67
3. ár 5,43 3,27-7,14 49 25-65
Meðaltal 5.00 44
Hvítsmári
l.ár 4,43 3,19-6,08 28 17-35
2. ár 4,25 1,74-6,36 27 5-68
3. ár 3,97 2,61-5,60 29 6-82
Meðaltal 4.22 28
Niturbinding hefur einungis verið mæld með beinum hætti (með 15N aðferð) í tilraun
nr. 753-83 (COST 853) og þar kom í ljós að 90-99% af heildar N í smára var komið
frá niturbindingu og að heildarbindingin var háð hlutfalli smárans í heyfengnum
(Sigríður Dalmannsdóttir o.fl., 2007). Er þetta nokkru hærra hlutfall en gengur og
gerist erlendis (Carlson & Huss-Danell, 2003) en þó í samræmi við þær niðurstöður
sem fúndust í Ölpunum að niturbinding heldur hlut sínum eftir því sem ofar dregur og
loftslag verður kaldara (Jacot et al., 2000. Nýlegar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á
að umtalsvert nitur flyst frá smára yfir í gras yfir vaxtartímann. I lok júní var um
fjórðungur niturs í grasinu kominn frá smára en rúmlega helmingur þegar komið var
vel fram á sumar (Þórey Gylfadóttir o.fl., 2007). Með þessar nýju upplýsingar í
handraðanum má endurmeta niturbindingu hvítsmára úr tilraun nr. 649-86 (Áslaug
Helgadóttir & Þórdís Kristjánsdóttir, 1993). Gert er ráð fyrir að 95% af N í smáranum
sé komið úr loftinu og 25% af N í grasi sé komið úr smáranum. Jafnframt er gengið út
frá að hlutfall milli N í hvítsmára og vallarsveifgrasi sé að jafnaði 1,8 (Jóhannes
Sveinbjömsson o.fl, 2008). í þessa tilraun hafði verið sáð Undrom hvítsmára með