Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 201
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 199
vallarsveifgrasi og sveiflaðist hlutdeild smárans og þar með heildaruppskera verulega
mikið milli ára. Að sama skapi er áætlað að heildarnitumámið hafi verið á bilinu 12-
123 kg N ha"1 (2. tafla).
2. tafla. Heildaruppskera, heildarupptaka niturs, hlutfall smára í heildaruppskera og
áætlað N í grasi og smára vegna niturnáms smárans í tilraun nr. 649-86 á Korpu.
Heyfengur N upptaka % smári Niturnám, kg N ha" 1
kg ha"1 kg ha'1 ^Smári Ncras Samtals
l.ár 3680 109 35,6 52 14 65
2. ár 1680 37 5,4 33 8 12
3. ár 2560 65 10,2 10 13 24
4. ár 3380 98 37,6 48 12 60
5. ár 4960 169 54,4 110 13 123
Mt. 3252 96 34.6 45 12 57
Ekki era til sambærilegar mælingar fyrir rauðsmára en með því að beita
frádráttaraðferð hefur verið áætlað að rauðsmári hafi skilað á bilinu 62-88 kg N ha"1 á
ári í tilraun nr. 678-89 á Korpu. Erfitt er að bera saman mat á nitumámi
smárategundanna tveggja þar sem mismunandi aðferðir era notaðar við matið og gögn
eru nýtt úr tveimur aðskildum tilraunum. Rauðsmári hefur reynst próteinsnauðari en
hvítsmári (Jóhannes Sveinbjömsson o.fl., 2008) og getur það að hluta til endurspeglað
lakara niturnám hans.
Stöðugleiki í uppskeru og ending smárans
í nokkram tilraunum voru reitir uppskomir lengur en þau þrjú ár sem venja var og í 3.
töflu má sjá niðurstöður sex uppskeruára fyrir Norstar annars vegar og Bjursele
rauðsmára hins vegar. Það eru þau yrki sem hafa enst hvað best í ræktun hér á landi.
Heildaruppskera sveiflast nokkuð milli ára og er breytileikinn hlutfallslega meiri í
smáranum en grasinu, einkum í hvítsmára, en almennt má segja að heildaruppskera sé
viðunandi flest árin. Það er vel þekkt erlendis að hvítsmári hverfi nánast með
reglulegu millibili úr sverði en nái sér svo á strik aftur (Fothergill et al., 2000). Slíkt
hefur hins vegar ekki orðið raunin hér. Hvítsmári hefur þó alla möguleika á að þéttast
aftur verði hann fyrir áfalli því hann er fljótur að mynda nýjar smærur sem skríða um
allan svörð og framleiða nýjan blaðmassa.
3. tafla. Skipting heildaruppskeru í gras og smára (t ha'1) fyrir hvítsmárayrkið Norstar
í blöndu með Lavang vallarsveifgrasi (tilraun nr. 742-95; n = 3) og Bjursele
rauðsmára í blöndu með Öddu vallarfoxgrasi (tilraun nr. 671-88; n = 36) í sex
uppskeraár.
Lavang Hvítsmári Norstar Samtals Adda Rauðsmári Bjursele Samtals
1. ár 3,76 0,94 4,70 1,93 1,28 3,31
2. ár 2,63 2,02 4,65 2,35 3,24 5,59
3. ár 2,75 1,12 3,87 2,16 4,02 6,18
4. ár 2,17 1,48 3,65 2,47 2,37 4,84
5. ár 2,16 1,71 3,87 2,18 2,77 4,95
6. ár 2,29 1,24 3,53 3,03 2,20 5,23
Mt. 2,63 1,42 4.05 2,35 2,65 5,00
Það hefúr komið verulega á óvart hversu vel rauðsmárinn hefúr enst hér í tilraunum
og á sjötta uppskeraári var heildarappskeran um 5,2 t ha"1, þar af var rauðsmárinn um