Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 202
200 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
40% af heildarheyfengnum. Víðast hvar erlendis bera menn ekki við að uppskera
rauðsmáratún lengur en í tvö til þrjú ár því þar er smárinn plagaður af ýmsum
skaðvöldum. Sem betur fer virðumst við vera laus við slíkt, a.m.k. ennþá. Hins vegar
er rauðsmári viðkvæmur fyrir hárri grunnvatnsstöðu og ís- og vatnssköðum. Olíkt
hvítsmára er rauðsmári með stólparót og rótarslit vegna frostlyftingar getur því verið
vandamál. Með því að vanda framræslu og reyna að hindra að vatn safnist i polla og
lægðir á túnum má minnka slíka skaða verulega.
Yrkisval og kynbætur
Enn sem komið er hafa ekki fundist rauðsmárayrki sem taka sænsku yrkjunum
Bjursele og Betty fram. Eiga þau rót sína að rekja til Norður-Svíþjóðar. Hins vegar
var lagður góður grunnur að kynbótum rauðsmára fyrir norðurslóð fyrir nokkrum
árum (Aslaug Helgadóttir, 1997). Meginmarkmiðið var að fá ífam kynbótaefnivið
með tiltölulega breiðan erfðagrunn og sérstök áhersla var lögð á að bæta frost- og
svellþol og þol gegn sveppasýkingum. Nú eru að koma fram ný yrki frá Noregi og
Svíþjóð sem rekja má til þessa átaks. Verða þau tekin til prófunar hér á landi á vori
komanda.
4. tafla. Samanburður á heildaruppskeru (t ha"1) og hlutdeild smára í heildaruppskeru
fýrir hvítsmárayrkin Undrom, Norstar og HoKv9238 sáð í blöndu með Lavang
vallarsveifgrasi (meðaltal allra tilrauna nr. 742 á Korpu, Sámsstöðum og Þorvaldseyri;
n= 12).
Undrom Norstar HoKv9238
Heyfengur % smári Heyfengur % smári Heyfengur % smári
1. ár 4,01 20 4,17 23 4,40 30
2. ár 4,22 19 4,64 32 4,39 32
3. ár 3,85 19 4,39 32 4,38 29
Mt. 4,03 19 4,40 29 4,39 30
Talsvert mörg hvítsmárayrki voru borin saman í tilraunum á Korpu, Sámsstöðum og
Þorvaldseyri í lok 10. áratugarins. Þar báru tvö norsk yrki af og voru þau bæði
klárlega betri en Undrom ffá Norður-Svíþjóð (4. tafla). Nú eru á markaði tvö norsk
yrki sem hægt er að mæla með hér á landi, Norstar og Snowy, en hvorugt þeirra er þó
uppskerumikið. Því hefur verið lögð áhersla á að kynbæta yrki sem sameina vetrarþol
norðlægra yrkja og uppskeruhæfni suðlægra yrkja (Áslaug Helgadóttir o.fl., 2009).
Það starf lofar góðu og vonandi tekst að koma betri yrkjum á markað innan tíðar.
Svarðarnautar
Bæði rauð- og hvítsmári er ávallt ræktaður í blöndu með grasi. Heildaruppskera og
meltanleiki fóðursins verður meira og hrápróteinið minna en ef smárinn væri í
hreinrækt (Jóhannes Sveinbjömsson, 2007). Erlendis er algengast að rækta rýgresi í
blöndu með báðum smárategundunum. Rannsóknir okkar hafa hins vegar sýnt að það
er ekki nægilega vetrarþolið og hefur það því reynst afleitur svarðamautur. Ýmsar
aðrar grastegundir hafa verið reyndar og við val á heppilegum svarðarnauti þarf að
horfa til ýmissa þátta, s.s. samkeppnisþróttar, samhæfíngar við smárann, uppskerugetu
og fóðurgildis. Em þetta allt flókin fræði sem ekki er unnt að fara nákvæmlega út í
hér. I stuttu máli má þó segja að vallarfoxgras, háliðagras og hávingull virðast henta
rauðsmára ágætlega og að vallarsveifgras fari mildustum höndum um hvítsmára (5.