Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 203
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 201
tafla). Sé hins vegar málið skoðað út frá fóðurgæðum verður myndin öllu flóknari.
Bæði er að miklu máli skiptir að fá margar fóðureiningar á hvem hektara og ekki síður
að fóðurgæði séu í samræmi við þarflr búpeningsins. Þá fer jafnframt að skipta máli
hvenær tún em slegin og í ljós hefur komið að mismunandi grastegundir bregðast við
því með misjöfnum hætti (Jóhannes Sveinbjömsson o.fl., 2008).
5. tafla. Áhrif svarðamauta (Fylking vallarsveifgras, Adda vallarfoxgras, Svea
vallarrýgresi, Salten hávingull) á heildaruppskeru (t ha'1) og hlutfall smára í blöndu
með Norstar hvítsmára (tilraun nr. 776-99; n = 9).
Svarðar- 1. ár 2. ár 3. ár
nautur Heyfengur % smári Heyfengur % smári Heyfengur % smári
Fylking 5,84 58 3,57 25 5,15 35
Adda 6,08 34 3,49 20 4,82 35
Svea 6,87 20 3,85 20 3,84 43
Salten 5,52 30 3,08 14 4,88 19
Hér er rétt að minna á að nýjar niðurstöður, sem fengist hafa í fjölþjóðlegri rannsókn
(COST 852), benda eindregið til þess að blöndur íjögurra grasa- og belgjurtategunda
geti skilað góðum ávinningi í þrjú ár í Mið-Evrópu (Helgadóttir et al., 2008). Það
sama hefur einnig verið staðfest í uppgjöri sex tilrauna á norðurslóð (óbirtar
niðurstöður).
Jarðvegskröfur og áburðargjöf
Belgjurtir þola almennt illa lágt sýmstig og gjarnan er miðað við að pH gildi skuli
vera yfír 6 þar sem þær skal rækta. Ella dregur úr hnýðismyndun á rótum og leiðir það
til minna nitumáms. Því skal forðast að rækta belgjurtir í ókölkuðum mýrarjarðvegi. í
slíkum jarðvegi er auk þess lítið af steineftium, mikil losun niturs og lág varmaleiðni
sem aftur leiðir af sér minna nitumám (Pulli, 1988). Steinefnaríkur móajarðvegur
hentar hins vegar ágætlega fyrir belgjurtarækt eins og dæmin sanna á tilraunastöðinni
á Korpu.
Almennt má segja að gagnslítið sé að auka framleiðni belgjurta með nituráburði þar
sem nitur í rótarumhverfí letur niturbindingu úr andrúmsloftinu. Niðurstöður hér á
landi hafa hins vegar sýnt að með hóflegri N áburðargjöf má auka uppskeru grasa án
þess að það komi verulega niður á smáranum og með því móti auka heildamppskeru
(6. tafla). Fari N áburður hins vegar úr hófí (> 50 kg N ha"1) verður uppskeruauki
hverfandi eða enginn. Það er þó greinilegt að nituráburður hefur almennt neikvæð
áhrif á hlutdeild smárans í heyfengnuin.
6. tafla. Áhrif vaxandi N-áburðar á heildaruppskeru (t ha'1) og hlutfall rauðsmára
(tilraunir nr. 724-94 og 724-96; n = 72) og hvítsmára (tilraun nr. 776-99; n = 36).
Áburður Rauðsmári Hvítsmári
Heyfengur % smári Heyfengur % smári
0 N 4,75 34 4,05 38
20-50N 6,25 19 4,86 29
>50 N 6,35 13 5,33 22
Alla jafna er talið að bera þurfi á stærri skammta steinefna á smára en gras þar sem
smárinn keppir illa við gras um upptöku þeirra úr jarðvegi. I tilraunum á Korpu hafa
verið bornir saman misstórir skammtar P og K áburðar (20P, 40P)x(30K,70K), bæði á
hvítsmára og rauðsmára. í stuttu máli má segja að stærri skammtar en 20 kg P og 30