Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 204
202 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
kg K ha"1 hafi skilað litlum uppskeruauka og ekki aukið hlutdeild smára í sverðinum.
Því virðist sem þessir áburðarskammtar nægi smáranum við þau skilyrði sem eru í
jarðveginum á Korpu miðað við þá uppskeru sem fékkst.
Fóðurgæði og nýting
Allítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum svarðamauta og sláttutíma fyrri
sláttar á uppskeru og fóðurgiidi gras- og smárablandna (Jóhannes Sveinbjömsson o.fl.,
2008). Fóðurgildi bæði rauð- og hvítsmára virtist vera miklu minna háð sláttutíma en
grastegundanna og við sama meltanleika inniheldur smári ævinlega mun minna af
frumuvegg (NDF) heldur en grösin. Jákvæð áhrif smárans á fóðurgildi smáratöðu eru
sennilega talsverð auk þess sem smári er bæði prótein- og steinefnaríkari en gras.
Smárinn getur bætt orkuinnihald heyja og vegið upp á móti lágu hrápróteininnihaldi
grasa einkum þegar líða tekur á sumar.
Með tilliti til nýtingar niturs er almennt talið heppilegt að hlutfall smára sé á bilinu 20-
50%, nokkuð háð þeim búpeningi sem fóðraður er á blöndunni eða bítur hana
(Jóhannes Sveinbjömsson, 2007). Það er ekki annað að sjá á þeim
tilraunaniðurstöðum, sem fengist hafa hér á landi, að auðvelt eigi að vera að ná því
markmiði, einkum ef menn komast upp á lag með að stýra uppskeru og hlutdeild
smára með nituráburðargjöf. I þessu samhengi er vert að hafa í huga nýlegar
niðurstöður úr COST 852 tilrauninni á norðurslóð þar sem í ljós kom að það eru
almennt jákvæð tengsl milli hlutfalls belgjurta í blöndu og styrks niturs í fóðri. Einnig
fannst jákvætt samband milli uppskeru annars vegar og NDF og ADF hins vegar og
neikvætt samband milli uppskem og meltanleika. Fóðurgildi versnaði sem sagt eftir
því sem uppskeran varð meiri (Gilles Bélanger o.fl., óbirtar niðurstöður).
Ályktanir
Itarlegar rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðustu 20 ámm hér á landi með ræktun
og nýtingu belgjurta, hafa sýnt að smárablöndur geta gefið jafngóðan heyfeng og vel
áborin tún með einungis helmingi þess nituráburðar sem þar er notaður og sama
skammti steinefna. Smári bætir fóðurgæði heyjanna, einkum þegar líða tekur á sumar.
Niðurstöður þessar benda því eindregið til þess að íslenskum bændum sé ekkert að
vanbúnaði við að einhenda sér í ræktun smáratúna því ávinningurinn er ótvíræður.
Heimildir
Áslaug Helgadóttir, 1996. Red clover (Trifoliitm pratense L.) varieties for northern regions. Acta
Agriculturae Scandinavica, Sect. B - Soil and Plant Science 46:218-223.
Áslaug Helgadóttir, 1997. Kynbætur belgjurta. Búvísindi 11: 29M0.
Áslaug Helgadóttir & Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1993. Ræktun hvítsmára. Ráðunautafundur 1993, bls.
188-197.
Áslaug Helgadóttir & Þórdís Kristjánsdóttir, 1998. Ræktun rauðsmára. Ráðunautafundur 1998, bls. 89-
98.
Áslaug Helgadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir & Jónatan Hermannsson, 2002. Vallarfoxgras (Phleum
pratense L.) og vallarsveifgras (Poa pratensis L.) sem svarðarnautar með hvítsmára (Trifolium repens
L.). Ráðunautafundur 2002, 260-262.
Áslaug Helgadóttir, Þórey O. Gylfadóttir & Þórdís A. Kristjánsdóttir, 2005. The effects of grass speeies
and nitrogen fertilizer on white clover growth and mixture yield in a northern maritime environment.