Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 208
206 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
með smærimum nær hvítsmárinn útbreiðslu á ný eftir áfbll ef aðstæður eru hagstæðar.
Rauðsmárinn ijölgar sér hins vegar eingöngu með fræjum, hefur eina öfluga stólparót
en engar ofanjarðarrenglur. Ef engin sérstök áföll verða þá getur rauðsmárinn náð
verulegri hlutdeild í uppskeru túna en hann hefur ekki sömu möguleika á að ná sér á
strik eftir áföll eins og hvítsmárinn. Bæði rauðsmári og hvítsmári þola illa að vera
slegnir snöggt undir vetur. Norðlægum yrkjum rauðsmára er mikilvægt að búa sig
undir vetur með ríkulegri söfnun forðanæringar í rætur. Grastegundir sem gefa mikinn
háarvöxt fram eftir öllu hausti geta neytt rauðsmárann til að leggja meira í
ofanjarðarvöxt en minna í rótarvöxt heldur en æskilegt væri m.t.t. vetrarþols (Pulli,
1988).
Niðurstöður erlendra beitar- og fóðrunartilrauna sýna að át og afurðamyndun af smára
og fleiri belgjurtum er meiri en af grasi með sama meltanleika. Lítið hefur verið um
tilraunir með beit á belgjurtir hérlendis. I tilraun með fóðurlúpínu (Lupinus
angustifolius) sem gerð var í Gunnarsholti kom þó í ljós að beit á fóðurlúpínuna gaf
svipaðan vöxt og beit á fóðurrepju og betri vöxt en beit á áboma há (Ólafur
Guðmundsson o.fL, 1984).
Erlendar rannsóknir sýna ýmsa kosti við smárablöndur fram yfír hreinar grasblöndur.
Það er vel þekkt að sauðfé á beit velur smára framyfír gras og er hann yfirleitt valinn í
hlutföllunum 70:30 á móti grasi (Rutter, 2006; Chapman o.fl., 2007). Þá er vitað að
skepnur éta meira af smára og rýgresisblöndu en hreinu rýgresi (Harris o.fl., 1997;
Ribeiro Filho o.fl., 2003). Það er talið vera vegna þess að smárinn hefur hærri
meltanleika og því meira hægt að éta af honum þar sem hann er fljótari í gegnum
meltinguna.
Sýnt hefur verið fram á meiri þyngdaraukningu hjá lömbum sem beitt er á blöndu af
rauðsmára og rýgresi miðað við þau sem beitt er eingöngu á rýgresi (Gibb &
Treacher, 1976; Grennan, 1999; Speijers o.fl., 2004). Töluverð þyngdaraukning hefúr
einnig mælst á lömbum sem beitt hefur verið á hvítsmáratún umfram þau lömb sem
beitt er á gras eingöngu (Davies, 1992; Venning o.fl., 2003; Cosgrove o.fl., 2003).
Astæðan sem talin er vera fyrir þessum mun á vaxtarhraða á lömbum eftir því hvort
þeim er beitt á smáratún eða grastún er sú að lömbin éta meira af smáranum, hann er
með hærri meltanleika og hærra próteininnihald en gras (Áslaug Helgadóttir & Þórdís
A Kristjánsdóttir, 1993; Speijers o.fl, 2004).
í nýlegum tilraunum á Korpu þar sem hvít- og rauðsmára var sáð með nokkrum
tegundum af grasi komu vel fram jákvæð áhrif smárans á fóðurgildi. Reitir þar sem
hvítsmári og rauðsmári voru í blöndu með vallarfoxgrasi, hávingli eða háliðagrasi
gáfú allir góða uppskeru og hagstætt smárahlutfall, rauðsmárinn var þar þó mun
öflugri en hvítsmárinn sem þó var nokkuð stöðugur. Vallarsveifgras reyndist of
veikburða svarðarnautur með smáranum í þessari tilraun og fjölært rýgresi var öflugt á
fyrsta uppskeruári en ekki á því næsta. Niðurstöður þessarar tilraunar gefa
vísbendingar um að af túnum með t.d. vallarfoxgrasi eða jafnvel hávingli í blöndu
með rauð- og hvítsmára megi ná ágætri uppskeru bæði m.t.t. magns og gæða miðað
við einn slátt auk beitar að hausti og/eða vori, með u.þ.b. hálfúm túnskammti af N
(Jóhannes Sveinbjömsson o.tl., 2008). Hafa verður þó í huga að ekki er sjálfgefið að
beit annarsvegar og sláttur hinsvegar hafi sömu áhrif á smára í sverði (Menneer o.fl.,
2004).
Hlutfall niturs í smára tilkomið með niturbindingu fer eftir jarðvegsgerð, loftslagi og
stofnum. I rannsókn sein gerð var á tilraunastöðinni Korpu á niturbindingu hvítsmára
kom í ljós að um 90-99% niturs í hvítsmára hér á landi er tilkomið vegna