Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 211
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 209
3. tafla. Niðurstöður fyrir vaxtarhraða lamba, ómmælingar og sláturupplýsingar eftir
hópum árið 2007. Meðaltal ± staðalskekkja meðaltala.
Hópar^
1 2 3
Vöxtur til 22/6 n=10 n=8 n=6
Gr/dag 295 ± 16 330 ± 16 331 ± 19
Vöxtur 22/6-26/9 n=10 n=8 n=6
Gr/dag 243a± 11 244a ± 11 183b± 13
Ómmæling 22/8 n=10 n=8 n=6
Vöðvi, mm 21,6a± 0,5 23,0 ±0,5 22,2 ± 0,6
Fita, mm l,95ab ± 0,25 2,47“ ± 0,26 l,50b± 0,19
Lögun, stig 2,63a ± 0,23 3,22ab ± 0, 24 3,33b ± 0,27
Ómmæling 26/9 n=10 n=8 n=6
Vöðvi, mm 23,9 ±0,8 25,0 ± 0,9 22,7 ± 1,0
Fita, mm 3,23a ± 0,50 3,77a ± 0,48 l,77b± 0,55
Lögun, stig 2,37a ± 0,26 2,86ab ± 0,27 3,00b ± 0,31
Sláturupplýsingar n=7 n=7 n=4
Fallbungi, kg 14,27“ ±0,55 16,43b ± 0,53 13,76a± 0,63
Gerðareinkunn 8,62a ± 0,64 1 l,35b ± 0,62 8,71a ± 0,74
Fitueinkunn 5,71 ±0,80 7,28 ± 0,77 5,60 ± 0,92
a,b Gildi í sömu línu sem hafa ekki sama bókstaf eru marktækt frábragðin tölfræðilega (P<0.05)
P=0,059 milli hópa 1 og 2 í ómmælingu á vöðva 22. ágúst.
P=0,077 milli hópa 1 og 2 í lögun 22. ágúst.
P=0,090 milli hópa 2 og 3 í fitueinkunn.
*)
hópur 1 ~ 8 tvíl/ha; hópur 2 ~ 5 tvíl/ha; hópur 3 =úthagi
Umræður og ályktanir
Niðurstöður þessarar athugunar gefa ekki tilefni til stórra ályktana um þrif lamba,
sökum þess hve fá þau voru, við beit á tún með grasi og hvítsmára. Niðurstöðumar
benda þó í sömu jákvæðu átt og niðurstöður erlendra tilrauna sem vísað var til í
inngangi. Meginlærdómurinn af þessari praktísku athugun er hins vegar sá að vel er
hægt að koma hvítsmára til í túni sem nýtt er til sláttar og beitar með N-áburðargjöf
sem nemur um hálfum túnskammti ef vel er staðið að sáningu og annarri framkvæmd.
Þegar þeirri niðurstöðu er spyrt saman við niðurstöðu úr reitatilraunum með hvítsmára
og rauðsmára í blöndu með grasi, sbr. t.d. grein frá síðasta Fræðaþingi (Jóhannes
Sveinbjömsson o.fl. 2008) og samantekt Áslaugar Helgadóttur (2009) í þessu riti þá er
eðlilegt að velta fyrir sér afhverju notkun hvít- og rauðsmára í túnrækt er ekki meiri
hérlendis og hvað má gera til að auka hana. Eitt af því sem þarf að huga að er hvernig
smárinn hentar inn í þá rútínu sem menn nota við endurræktun. Ein ástæða sem menn
neína gjaman fyrir því að þeir noti ekki smára í túnræktinni er hversu stutt hann endist
og þar með þurfí að endurrækta oftar með tilheyrandi tilkostnaði. Þá má benda á það
annars vegar að ef aðstæður em heppilegar og framkvæmd góð getur bæði hvítsmári
og rauðsmári haldið fullum styrk í sverðinum í 5-6 ár (Áslaug Helgadóttir, 2009) sem
er ekki fjarri því sem oft gildir um vallarfoxgras. Sé þetta hins vegar ekki raunin og
ending smárans ekki nema t.d. 2-3 ár þá er einfalt mál að hverfa frá þeirri takmörkuðu
N-áburðargjöf sem hentar smáratúninu yfir í hefðbundnari áburðargjöf sem hentar
túni án smára, og ætti þá í flestum tilvikum að mega ná fullri uppskeru. Þannig að það
að setja smára með í fræblöndumar kallar ekki sjálfkrafa á tíðari endurræktun. Ef við
gefum okkur að þetta sé raunin má segja að samanburður á kostnaði við fóðuröflun af
túni með og án smára ráðist í meginatriðum af þremur þáttum: