Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 212
210 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
1. Mismunar á frækostnaði í upphafi.
2. Mismunar á áburðarkostnaði.
3. Mismunar á uppskeru.
4. tafla. Samanburður á árlegum kostnaði við fræ og áburð fyrir tún með eða án
smára, miðað við að frækostnaður deilist niður á 6 ár.
Smára/gras- tún Grastún
Kg/ha Kr/kg Kr alls Kg/ha Kr/kg Kr alls
Grasfræblanda K 15 470 7.050 30 470 14.100
Hvítsmári 3 1144 3.432
Rauðsmári 7 1320 9.240
Frækostnaður alls 19.722 14.100
Fjölgr. 5 (16% N, 6,6 %P, 10% K) 300 51 15.300
Fjölgr. 9 (24% N, 3.9% P, 6.6% K) 500 49 24.500
Árlegur kostnaður við áburð og fræ: 18.587 26.850
í 4. töflu er gerð tilraun til að bera saman árlegan kostnað við áburð og fræ á túni með
og án smára, miðað við að frækostnaðinum sé deilt niður á 6 ár (þ.e. endurræktun á 6
ára fresti). Einingarverð á áburði og fræi er skv. verðskrám söluaðila frá vorinu 2008.
Samanlagður áburðar-og frækostnaður er um 30% eða rúmlega 8.000 kr/ha lægri fyrir
smáratúnið. Niðurstöður tilrauna (Jóhannes Sveinbjömsson o.fl. 2008, Áslaug
Helgadóttir, 2009) sýna að í mörgum tilvikum má ná sambærilegri uppskeru af
smáratúnum með u.þ.b. hálfum N-skammti eins og grastúnum með fúllum N-
skammti. Niðurstöður tilraunarinnar sem sagt var frá hér að framan styðja það. Miðað
við það ætti notkun smára í túnum að geta lækkað kostnað við gróffóðurframleiðslu
þegar vel tekst til og áhættan við að prófa slíka ræktun getur vart talist mikil.
Ef greina á flöskuhálsa varðandi aukna notkun smára hérlendis má í fljótu bragði
nefna alla vega tvennt. í fyrsta lagi er það framkvæmd sáningar og ræktunar. Reynslan
sýnir að lykilatriði er að vel takist til við sáningu og vanda verður til jarðvinnslu.
Einnig er mikilvægt að arfaslá síðsumars sáðsumarið til að hvorki arfi eða gras kæfi
smárann sem er seinni til. Atriði eins og smit við sáningu, þar sem smári hefúr ekki
varið ræktaður áður, og kölkun, ef sýrustig er lægra en 6, eru atriði sem einnig verður
að muna eftir. Þekkt er að hlutfall smára í sverði getur sveiflast milli ára en ekki ætti
að líta á það sem mikið vandamál þar sem hlutfallið getur aukist aftur auk þess sem
auka má hlutfall grastegunda með aukinni áburðargjöf. í öðru lagi virðist helst vanta
að vekja áhuga hjá bændum á því að notkun smára sé raunverulegur kostur. Miðað við
það háa áburðarverð sem er staðreynd þessi misserin væri kannski lag að gera átak í
því að efla þann áhuga.
Heimildir
Áslaug Helgadóttir, 1997. Kynbætur belgjurta. Búvísindi, 11: 29-39.
Áslaug Helgadóttir, 2001. Kynbætur hvítsmára fyrir norðlægar slóðir. Ráðunautafundur 2001: 272-275.
Áslaug Helgadóttir, Sigríður Dalmannsdóttir, Þórdís A. Kristjánsdóttir og Þórey Gylfadóttir, 2009.
Meiri belgjurtir: meira og betra fóður - minni áburður? Fræðaþing landbúnaðarins 2009:
Áslaug Helgadóttir & Þórdís A. Kristjánsdóttir, 1993. Ræktun hvítsmára. Ráðunautafundur 1993: 188-
197.