Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 216
214 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Fram til þessa hafa rannsóknir ekki síst beinst að yrkjum belgjurta, Áslaug Helgadóttir
1997, 2001; Áslaug Helgadóttir, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Jónatan Hermannsson
2002; Sigríður Dalmannsdóttir, Áslaug Helgadóttir og Þórdís Anna Kristjánsdóttir 2004.
Itarlegar rannsóknir hafa einnig verið gerðar á samkeppnishæfni og nítumámi nokkurra
stofna af rótarsmiti (Rhizobium) smára voru gerðar á árunum 1994 - 2001, Svenning M.
M., Jón Guðmundsson, l-L Fagelri, P. Leinonen 2000, Svenning M. M., Jón
Guðmundsson, I-L Fagelri, P. Leinonen 2001.
Tilraunir með beitamýtingu einærrar blálúpínu hafa einnig verið gerðar, Olafur
Guðmundsson og Sveinn Runólfsson 1988.
Umtalsverðar rannsóknir vom gerðar á árunum 1983-1998 á níturnámi úr lofti í nokkrum
belgjurtum, einærri fóðurlúpínu nánar tiltekið blálúpínu, Alaska lúpínu, hvítsmára og
rauðsmára. Einnig var nítumám í elriplöntum í uppeldi mælt og kannað hvort nítumám
ætti sér stað í lerkiplöntum einnig í uppeldi.
I þessu erindi og á veggspjöldum er yfirlit um þessar síðastnefndu rannsóknir. Frá
einsökum þátturn þeirra hefur verið greint áður Friðrik Pálmason, Seth K. A. Danso og
Guðni Harðarson. 1992; Danso Seth K.A, Friðrik Pálmason og Guðni Harðarson 1993;
Friðrik Pálmason, Jón Guðmundsson og Áslaug Helgadóttir 1995; Friðrik Pálmason, Jón
Guðmundsson og Halldór Sverrisson 2002.
Smitstofnar og níturnám
Mælingar á níturnámi rauðsmára með þremur mismunandi stofnum af
rótarhnýðisbakteríum vom gerðar í reitatilraun með 4 endurtekningum á móajarðvegi í
Gunnarsholti á Rangárvöllum árið 1998.
Stofnamir vom frá Finnlandi, Noregi og íslandi auk þess var blanda af stofnunum þremur
notuð. Fræjum af rauðsmára og vallarfoxgrasi var sáð í 4 endurtekningum í tilraun með
blokkaskipan. Rauðsmárinn var í blöndum með vallarfoxgrasi en vallarfoxgras í
hreinrækt var notað sem viðmiðun í mati á níturnámi með N15- þynningaraðferð.
1. mynd. Áhrif mismunandi stofna af níturnámsbakteríum á níturnám úr lofti í rauðsmára
1998. FIN: stofn PL Finlandi, NOR: stofn M Noregi og ÍSL er stofn nr. 3 frá íslandi.
I ósmituðum smára var nítumámið að meðaltali 24% af heildar N í smáranum, í smára
smituðum með íslenska og norska stofninum 69-71%, með smitblöndu af stofnunum
Níturnám úr lofti
N kg/ha
Níturnám úr lofti
% af N í rauðsinára