Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 217
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 215
þremur var nítumám úr lofti 68% og með fínnska stofninum 82% af heildar N í
rauðsmáranum, 1. mynd.
Uppskera var lítil eins og vænta má á sáningarárinu og þar af leiðandi var níturnám úr
lofti einnig lítið í kg/ha. Finnski stofninn er að meðaltali bestur og betri en blanda
stofnanna einkum hvað varðar hlutdeild nítumáms í heildar N í uppskem af smáranum.
Einnig er vik frá meðaltali minnst í finnska stofninum. Tilraunin sýnir að máli skiptir að
velja góða smitstofna með tilliti til nítumáms úr lofti
Níturnám rauðsmára á mismunandi jarðvegi.
Sumarið 1997 var nítumám rauðsmára, yrki Bjursele, mælt í tveimur blokktilraunum
hvorri með 5 endurtekningum. Tilraunimar voru á móa- og mýrarjörð innan sömu spildu
á Korpu. Tilraunliðir vom (1) rauðsmári í hreinrækt, (2) í blöndu með vallarfoxgrasi og
(3) vallarfoxgras í hreinrækt.
Uppskera af rauðsmára í hreinrækt í tveimur sláttum var 68 hkg/ha af þurrefni á
meljörðinni en 50 hkg á mýraijörð, 2. mynd.. Blanda af vallarfoxgrasi og rauðsmára gaf
61 hkg á meljörðinni og 70 hkg á mýrarjörð. Munurinn á uppskeru blöndu á mel og
mýrarjörð 9,4 hkg þurrefni er ekki marktækur eins og sést á staðalskekkju I töflu með 2.
mynd. Mismunur á uppskem vallarfoxgrass eftir jarðvegsgerð er heldur ekki marktækur
Uppskera af vallarfoxgrasi í hreinrækt var 52 hkg/ha á mýrarjörðinni en 46 hkg á
melnum.
Uppskera
Þurrefni hkg/ha
Jarðvegur
Rauðsmári
i l Vallarfoxgras
Jarðvequr Rauðsmárí hreinrækt Blanda Vallarfoxqras hreinrækt
Meliörð 67,8 ±7,3 60,9 ±8,9 46,2 ±9,7
Mýrariörð 49,8 ± 3,7 70,3 ± 1,6 51,9 ±3,5
Mismunur 18,0 ±6,0 -9,4 ±7,4 -5, 7 ±6,6
2. mynd. Uppskera af rauðsmára og vallarfoxgrasi í hreinrækt og blöndu í tveimur sláttum,
þurrefni hkg/ha. Korpa 1997
Rauðsmárinn þrífst verr á mýrarjarðvegi en mel, uppskeran í hreinrækt var 18 hkg meiri á
meljörð en á mýrarjörð. Hins vegar reyndist sáðblanda af vallarfoxgrasi og rauðsmára
vel á mýrinni, gaf góða uppskeru 70 hkg/ha í tveimur sláttum með 17% próteini í þurrefni
í seinni slætti, 1. tafla. í fyrri slætti var prótein ekki mælt.