Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 218
216 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
1. tafla Prótein í uppskeru af rauðsmára og vallarfoxgrasi í hreinrækt og í blöndu. Korpa 1997.
Meljörð Mýrarjörð
Rauðsmári hreinrækt 22,0 ± 0,5 20,6 ±1,1
Rauðsmári í blöndu 22,9 ± 0,4 22,5 ± 0,2
Blanda 19,3 ±0,9 17,1 ±0,5
Vallarfoxgras í blöndu 12,1 ±0,6 12,1 ±0,2
Vallarfoxgras hreinrækt 10,3 ±0,3 10,3 ±0,2
Á melnum var munur á uppskeru af blöndu og rauðsmára í hreinrækt ekki marktækur.
Blandan gaf þar 61 hkg/ha af þurrefni með 19% prótein í seinni slætti, en uppskera af
rauðsmára var 69 hkg/ha með 22% prótein í þurrefni..
Uppskera af vallarfoxgrasinu takmarkaðist af skorti á N, þar sem aðeins voru borin á 30
kg/ha af N. Vallarfoxgrasið í hreinrækt er fyrst og fremst ætlað til viðmiðunar í
útreikningum á nítumámi úr lofti og fær því sama magn af N-áburði og rauðsmárinn og
blandan af rauðsmára og vallarfoxgrasi.
Níturnám úr lofti
Níturnám úr lofti
% af N í rauðsmára
Meljörð Mýrarjörð
N kg/ha
l l Rauðsmári hreinrækt
f~H Rauðsmári í blöndu
I l Hreinrækt
CZZIBIanda
3. mynd. Nítumám rauðsmára í öðmm slætti á sáningarári
Nítumám úr lofti var 86-88% af N í uppskeru rauðsmárans í hreinrækt og 95-96 % í
sáðblöndu, 3. mynd. Munur á hlut nítumáms úr lofti af N í uppskeru milli hreinræktar og
blöndu er hér á sama veg og í öllum þeim rannsóknum sem hér er greint frá í einærri
fóðurlúpínu, ljölærri alaskalúpínu og í hvítsmára.
Nítur unnið úr lofti var mjög mikið, þegar litið er til þess að einungis er um einn slátt að
ræða, 130 kg/ha N í uppskeru rauðsmára í hreinrækt á mel og 73 kg/ha í blöndu, 3. mynd.
Munurinn 57 kg/ha er marktækur enda sáðmagn smárans helmingi minna í blöndunni. Á
mýrajörðinni vom uppskerutölumar 91 kg/ha N í hreinrækt og 65 kg í blöndu, munurinn
ekki marktækur.