Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 220
218 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
í ræktuðu landi og í landgræðslu með lúpínu. Auk þessa ná mælingamar á níturnámi
lúpínunnar aðeins til 7 ára tímabils og N forði jarðvegs var ekki mældur á tímabilinu.
Sjálfsáð sambýlisgrös lúpínunnar fengu um það bil helming af N í grasinu ffá lúpínu
1991 árið og 40-79 % af N frá lúpínunni 1993 og mest prótein var í grasinu næst elstu
lúpínuplöntunum og minnst í grasi utan við lúpínuspilduna.
Níturnám ígráelri (Alnus incana (L.) Moench.) og siberíulerki (Larix sibirica Ledeb.)
Elritegundir (Alnus spp.) eru meðal þeirra tvíkímblöðunga sem binda nítur úr
andrúmslofti í rótarhnýðum, sem mynduð eru af Frankia geislabakterium, (Domenach
o.fl. 1989; Erkblad og Huss Danell 1995 og Yamanaka o.fl. 2005). Af öðrum ættkvíslum
sem mynda rótarhnýði með Frankia má nefna, Hippophae (t.d. hafþyrni), Eleagnus
(silfúrblaðsrunna) og Dryas, (Yamanaka o.fl. 2005). Holtasóley (Dryas octopetala L.)
tilheyrir ættkvíslinni Dryas, en á þeirri tegund hafa þó aldrei fúndist hnýði. Lerki þrífst á
mjög rýrum jarðvegi eins og kunnugt er af ræktun lerkis hérlendis. Svepprætur tengjast
lerkirótum og geta bætt næringarupptöku úr jarðvegi. Einnig hefur verið sýnt fram á að
frumuklumpar úr lerki stækkuðu í ræktun með Frankia geislabakterium (F. alni subsp.
pommerii) og geislabakteríurnar stækkuðu og þræðir mynduðust á yfirborði
frumuklumpanna, í millifrumurými, miðjuhimnum (lamellae) og sjaldnar í veggjum
plöntufrumanna, (Laliberté og Lalonde, 1989).
I tilraun á Mógilsá 1991 var nítumám úr lofti mælt ári eftir sáningu í gráelri og kannað
var hvort níturnám úr lofti væri mælanlegt í síberíulerki.
Niðurstöður
Níturnám úr lofti er svipað í rótum og viðarhluta elris við níturáburð sem svarar til 10-60
kg/ha N. Um helmingur af N í hvomm plöntuhluta fyrir sig er unnið úr lofti við minnstu
skammtana af N-áburði en lækkar í 31,% af N í viðarhlutanum og í 24% í rótum við
stærstaN skammtinn, 3. tafla.
3. tafla. Níturnám % af N í viðarhluta og rótum elris.
Áborið N kg/ha Applied N kq/ha 10 60 120 180 240
% af N í plöntuhluta úr lofti
Stofn og greinar
Meðaltal ± staðalskekkja 46,1 ±7,3 60,0 ±5,3 47,1 ±4,7 36,4 ±4,2 31,4 ±3,7
Rætur
Meðaltal ± staðalskekkja 49,6 ± 9,3 47,6 ± 4,6 34,3 ± 4,3 23,5 ±3,0 24, l ±2,4
Níturnám úr lofti var marktækt (P=0,035) í rótum lerkis við minnsta N skammtinn 23%
af N í rótum, 4. tafla. Við minnsta N skammtinn var í öðram plöntuhlutum að meðaltali
um helmingi minna N unnið úr lofti, í trjáhluta 14% og í nálum 11%. Breytileiki
endurtekninga var mjög mikill í viðarhluta og nálum lerkis og níturnám við minnsta N
skammtinn telst ekki marktækt (P=0,27 og 0,21 í viðarhluta og nálum, það er 27 og 21%
líkur á að um tilviljun sé að ræða).