Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 227
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 225
Áburðartegundir sem notaðar voru allan tímann eru þrífosfat, klórsúrt kalí og Kjarni
(ammóníum nítrat). í þrífosfati munu hafa verið um 12-14% Ca og 1,2% S og hefur hvort
tveggja skipt máli um áhrif áburðar á uppskeru og jarðveg.
Árið 1973 var reitum í tilraunum 3-59 og 11-59 skipt í tvennt. Annar helmingur reitanna
fékk áfram sömu meðferð og áður en meðferð hins helmingsins var breytt á þann veg að í
fosfórtilrauninni fengu nýju reitimir allir 78,6 kg P/ha með sama grannáburði og áður. í
kalítilrauninni var hins vegar engin breyting gerð á kalískömmtum en grunnáburður
aukinn í 79 kg P og 180 kg N/ha.
Árið 1977 urðu mistök í áburðardreifingu á fosfórtilraunina þannig að reitur Pl-a í 3.
blokk fékk 78,6 kg P/ha og er sá reitur því ekki tekinn með í meðaltölum heldur reiknaður
sér. Þessi mistök hafa haft áhrif á gróðurfar og uppskeru þessa reits allar götur síðan.
Tilraunirnar voru slegnar á hverju ári, oftast tvisvar. Tilraun 19-58 var tvisvar slegin einu
sinni en hinar tólf sinnum. Frá 1960-1976 voru grassýni úr tilraununum efnagreind flest
árin, þó ekki ðll. í vetur voru sýni ffá þremur árum efnagreind, 1985, 1995 og 2003.
Jarðvegssýni voru tekin úr hverjum reit haustið 2007 (20 tappar úr reit). Auk þess voru
tekin jarðvegssýni úr landinu utan við tilraunina til samanburðar. Sýnunum var skipt í 3
dýptir, 0-5 cm, 5-10 cm og 10-20 cm. Þá var grafið jarðvegssnið utan við tilraunina og
því lýst. Eldri sýni eru einnig til úr tilrauninni en þau eru ekki notuð hér.
í upphafi voru túnvingull og vallarsveifgras ríkjandi grastegundir. Tilraunirnar hafa verið
gróðurgreindar nokkrum sinnum á tilraunatímanum, síðast vorið 2007 og voru
vallarsveifgras og túnvingull enn langalgengustu tegundimar. Af öðrum grösum má nefna
hálíngresi, snarrótarpunt, háliðagras og sauðvingul. Sauðvingull er ríkjandi í reitum sem
ekki hafa fengið fosfóráburð. Einnig finnast í tilraununum túnfifill, skarifífill, túnsúra,
vegarfi, vallhumall, gulmaðra, vallhæra o.fl.
í jarðvegssýnum var pH greint í vatni, auðleyst næringarefni í ammóníum laktat skoli
(AL-skol), kolefni og nitur eftir brennslu í Leco tæki. Aðferðum er nánar lýst í Guðni
Þorvaldsson o.fl. (2003). Rúmþyngd var greind á þurrkuðum og sigtuðum sýnum með því
að sléttfylla 200 cm3 dós og vigta. Efnagreiningar á grassýnum hafa verið gerðar með
mismunandi aðferðum (Guðni Þorvaldsson o.fl. 2003). Nitur í sýnum frá 1985, 1995 og
2003 var mælt í NIR-tæki (hluti sýnanna var mældur með Kjeldahl til samanburðar) en
steinefnin í ICP tæki og sýnin leyst upp í saltpéturssýru.
Niðurstöður og umræður
Uppskera
Tilraunimar vora oftast slegnar tvisvar á sumri og eru meðaltöl uppskeru í 1.-3. töflu. Það
vekur athygli að uppskeruauki fæst fyrir hæsta fosfórskammtinn 39,2 kg og einnig stóra
skammtinn (78,6 kg) sem farið var að bera á 1973 (1. tafla) og gæti brennisteinn sem er í
þrífosfati skýrt áhrif stórra skammta á uppskeru. Brennisteinsskortur er mikill á
Geitasandi (Áslaug Helgadóttir o.fl. 1977; Hólmgeir Björnsson, 2007). Reitir sem ekki fá
fosfór skila mjög lítilli uppskeru og er sauðvingull ríkjandi. Reiturinn sem vegna mistaka
fékk einu sinni stóran skammt af fosfór hefúr skilað mun meiri uppskeru en hinir a-
reitimir eða 24 hkg/ha að meðaltali í 30 ár og hefur þessi munur haldist til þessa dags.