Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 228
226 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
1. tafla. Meðaluppskera allra ára (þe. hkg/ha) í tilraun með vaxandi P.
P kg/ha P1 Mt. 49 ára P1 Mt. 35 ára P2 Mt. 35 ára
a) 0 8,6 7,9 43,2
b) 13,1 29,6 30,6 43,8
c) 26,2 34,6 35,3 42,1
d) 39,3 37,9 38,6 42,0
í kalítilrauninni fæst hámarksuppskera við 66,4 kg K/ha með upphaflega
grunnáburðinum, 40 kg P og 120 kg N/ha (Gl). Hæsti kalískammturinn gefur hins vegar
svolítinn uppskeruauka með stóra grunnáburðarskammtinum, 79 kg P og 180 kg N/ha,
(G2), sjá 2. töflu. Ólíklegt er þó að þessi munur sé marktækur. í niturtilrauninni fæst mest
uppskera með 150 kg N/ha. Uppskeran lækkar heldur þegar komið er í 200 kg N/ha en í
þeim reitum er mest nitur í jarðvegi þó ekki muni miklu á c og d lið.
2. tafla. Meðaluppskera allra ára (þe. hkg/ha) í tilraun með vaxandi K.
K kg/ha G1 Mt. 49 ára G1 Mt. 35 ára G2 Mt. 35 ára
a) 0 27,8 27,1 30,7
b) 33,2 35,7 36,3 46,1
c) 66,4 37,4 38,1 49,2
d) 99,6 36,9 37,1 50,5
3. tafla. Meðaluppskera allra ára (þe. hkg/ha) í tilraun með vaxandi N.
N kg/ha
Mt. 48l)ára
a) 50 15,8
b) 100 33,2
c) 100 + 50 eftir fyrri slátt 43,4
d) 100 + 100 eftir fyrri slátt 42,0
'1 Síðasta árið er ekki með í meðaltali vegna mistaka við áburðardreifmgu.
Efni í uppskeru
Frá síðustu 20 árum eru einungis til efnagreiningar frá þremur árum en fyrstu 14 árin sem
tilraunimar stóðu var efnagreint flest árin. Niðurstöðum efnagreininga heysýna er hér
skipt í tvö tímabil (4.-6. tafla og 7.-9. tafla). Nitur í sýnum frá seinni hlutanum er í
heildina hærra en fyrr. Þetta getur stafað af því að tilraunirnar voru slegnar heldur seinna
fyrri hluta tímabilsins en með tímanum hefur einnig byggst upp forði af lífrænu efni sem
eitthvað losnar úr á hverju ári. Hið sama má segja um önnur næringarefni í reitum þar
sem ræktunarjöfnuður er jákvæður, hlutdeild þeirra hefur heldur aukist (16.-18. tafla).