Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 237
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 235
eiginleikum jarðvegs og næringarefnaþörfum nytjajurta. Þættir sem áhrif hafa á nýtingu efna
úr mykjunni eru háðir ræktunaraðstæðum, þá aðallega jarðvegsgerð (jónrýmd og pH),
úrkomumagni og jarðvegshalla (rof- og útskolunarhættu), vatnsinnihaldi jarðvegs og hitastigi
(efnaumsetningu). Þá hafa aðferðir og tímasetningar við dreifingu mykjunnar mikla þýðingu
varðandi nýtingu áburðarefiianna til plöntuvaxtar. Víða í löndum Evrópu og í Norður
Ameríku eru til nákvæm ræktunar- og jarðvegskort þar sem landsvæði eru flokkuð eftir
fijósemi (getu jarðvegs til að miðla og geyma næringarefni). Kortin gegna mikilvægu
hlutverki við gerð áburðaráætlana. Þar eru líka til góðir leiðarvísar um hvaða áhrif
dreifingaraðferðir (yfirborðsdreifmg, niðurfellin), dreifingartími og magn (t/ha), nytjajurtir og
sáðskiptaröð hafa á nýtingarstuðla fyrir áburð. Hér á landi eru enn ekki til sambærileg
samræmd hjálpartæki, þó að umræður um þörfina á slíku tæki hafi staðið í áratugi (sjá t.d.
Ingvar Bjömsson o.fl. 2008).
Áhrif mykju á ræktunarjarðveg
Sem áburður er mykjan mjög ólík tilbúnum áburði og þessar tegundir leiða, við langtíma
notkun, til ólíkra jarðvegsvistkerfa. Efnastyrkur mykju er mjög breytilegur og mun lægri en í
tilbúnum áburði. Þá er stór hluti næringarefnanna í mykjunni bundin í mis aðgengilegum
lífrænum samböndum sem ekki eru beint aðgengileg fýrir plöntur. Með mykjunni fylgir mikið
magn af kolefni (C) sem bundið er í fiumum, örverumassa og torleystum jurtaleifúm ásamt
mörgum lífsnauðsynlegum snefilefnum, sem hafa mikil áhrif á jarðvegslíf og
jarðvegsuppbyggingu. Tilbúinn áburður hefúr vissulega líka mikil áhrif á efnaskipti í jarðvegi
og uppbyggingu en þau eru að mörgu leyti öðruvísi. Og þegar borinn er á reglulega bæði
tilbúinn áburður og búfjáráburður á sama ræktunarlandið verður til enn eitt jarðvegsvistkerfið.
Uppbygging og þróun þessara vistkerfa fer síðan eftir umhverfisaðstæðum og
ræktunarúrræðum (stefnu) á hverjum stað. Til að ná hámarksnýtingu á áburðurefnum til
plöntuvaxtar er nauðsynlegt að þekkja og taka tillit til þessara þátta við gerð áburðaáætlana.
Hingað til hefúr áburðargildi mykju í áburðaráætlunum nær eingöngu verið metið útfrá
skammtímaáhrifum hennar á plöntuvöxt. Lítið sem ekkert tillit hefur verið tekið til
langtímaáhrifa eða uppsafnaðrar áhrifa áburðargjafar á gæði jarðvegs og þýðingu fyrir
ffamtíðar plöntuvöxt. Norður Evrópskar langtímatilraunir með búfjáráburð og tilbúinn áburð í
akuryrkju og túnrækt sýna skýran mun á áhrifum tilbúins áburðar annars vegar og
búfjáráburðar hins vegar. Þetta á sérstaklega við í einhæffi akuryrkju (t.d. Powlson og fl.
2008) en einnig í grasrækt og blönduðum sáðskiptakeríúm (t.d. Riley 2008). Erlendu
tilraunimar sýna að árleg (eða regluleg) notkun búfjáráburðar til lengri tíma veldur mikilli
aukningu á C og nitur (N) forða jarðvegs þar til jafnvægi er náð (t.d. Schröder ofl. 2007).
Samtímis veldur þetta því að umsetning og efnaskipti í jarðveginum örvast og aðgengilegt N
fyrir plöntuvöxt úr lífrænum forða jarðvegsins eykst. Langtímatilraunir með tilbúinn áburð
hér á landi em nokkrar og hefur tilraun nr 19-54 á Skriðuklaustri með mismunandi nituráburð
verið sérstaklega tekin fyrir og kynnt á undafomum ámm (t.d. Guðni Þorvaldsson ofl. 2003,
Þorsteinn Guðmundsson ofl. 2006). Þar kemur margt athyglisvert fram, meðal annars mikið
meint N nám úr lofti, breytingar á sýmstigi (pH) og uppsöfnun C og N í jarðvegi.
Langtímatilraun Ríkharðs Brynjólfssonar (1992, 2008b) með sauðatað á Hvanneyri hefur
einnig gefið merkilegar niðurstöður og sem eru í takt við niðurstöður erlendra langtíma
rannsókna með búfjáráburð.
Efnainnihald í íslenskri mykju
Ef takast á að lækka áburðarkostnað er nauðsynlegt að finna betri hjálpartæki við mat á
áburðargildi búfjáráburðar. í dag er áburðargildi og magn búfjáráburðar eftir grip yfirleitt