Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 238
236 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
áætlað útfrá uppgefnum gildum sem gefin eru upp í Handbók bænda (2008). Þær tölur byggja
á töflum sem gefnar voru út í Áburðarfræði Magnúsar Óskarssonar og Matthíasar
Eggertssonar (1991). I tenglsum við ýmis rannsóknaverkefni Lbhí á undanförnum árum hafa
verið tekin til efnagreininga mykjusýni úr haughúsum á kúabúum. Niðurstöður þessara
efnagreininga má sjá í 2. töflu.
2. tafla. Meöaletnainnihald og sýrustig (pH) í
kúamykju frá 9 kúabúum ásamt staðalfráviki
meðaltalsins. Samtals 24 sýni.1
Meðal- tal Staðal- frávik Fráviks- hlutf., %
Þurrefni, % 6,3 1,2 19
pH 7,5 0,2 3
% i i þurrefni
Nalls 5,8 0,9 15
lífrænt N 2,6 0,4 14
nh4+n 3,1 0,6 18
p 1,1 0,3 24
K 4,3 0,9 20
Ca 1,4 0,4 30
Mg 0,9 0,1 16
Na 0,5 0,2 37
1 Byggt á Þóroddi Sveinssyni og Hafdísi
Sturlaugsdóttur 2006, Ríkharði Brynjólfssyni 2008
og óbirtum gögnum Þóroddar Sveinssonar
Þar kemur fram að meðal þurrefnisinnihald mykjunnar er einungis ríflega 6% sem er mun
lægra en gefið er upp í Áburðarfræði Magnúsar og Matthíasar. Hins vegar er þetta
þurrefnishlutfall í samræmi við heimildir Friðriks Pálmasonar (1992). Um 54% niturs í
mykjunni er bundið að mestu sem NHÚ en þetta hlutfall er rnjög háð fóðurstyrk sem gripir
eru á. Því meiri fóðurstyrkur (orka og prótein) því hærra er þetta hlutfall. Þetta er það nitur
sem miðað er við sem aðgengilegt fýrir plöntur á fyrsta vaxtartímanum eftir dreifingu og
sambærilegt nitri í tilbúnum áburði. Ef þessar niðurstöður eru bomar saman við eldri
mælingar hafa orðið miklar breytingar á efnastyrk og hlutföllum efna í kúamykju (3. tafla).
3. tatla. Efnainnihald kúamykju samkvæmt nokkrum heimildum bornar saman við nýjar
niðurstöður sem hér eru birtar.
Hfutfafl af þurrefni, %
N P K Heimild
3,6 0,4 3,4 Guðmundur Jónsson 19421
3,4 1,1 2,1 Sigfús Ólafsson 19791
2,9 0,4 2,4 Magnús Oskarsson og Matthías Eggertsson 1991
5,9 1,0 5,4 LarsNesheim 1992 (norsk kúamykja)
5,8 1,1 4,3 Þóroddur Sveinsson 2009 2
Skv. Friðriki Pálmasyni 1992.
Byggt á Þóroddi Sveinssyni og Hafdísi Sturlaugsdóttur 2006, Ríkharði Brynjólfssyni 2008 og
óbirtum gögnum Þóroddar Sveinssonar
Af höfuðnæringarefnunum hefur N tvöfaldast og fosfór (P) nærri þrefaldast í styrk, en kalí
(K) styrkur hefur aukist minnst eða um 26% miðað við eldri innlendar heimildir. Efnastyrkur í
norskri kúamykju (3. tafla) er þó svipaður og í mykjunni sem hér birtist. Hafa verður þó í