Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 239
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 237
huga að breytileiki í efnastyrk mykju milli bæja er mikill eins og kemur fram í 2. töflu.
Styrkur kalsíums (Ca) og magnesíums (Mg) í mykjusýnunum sem hér eru kynnt er svipaður
og gefið er upp í Áburðarfræði Magnúsar og Matthíasar (ekki sýnt hér).
Á Möðruvöllum var efnainnihald mykju alltaf ákvarðað í áburðaráætlunum út frá töflugildum
Magnúsar og Matthíasar (1991). í tengslum við mykjuverkefni á árunum 2003 til 2006 var
mykjan á Möðruvöllum efnagreind. í 4. töflu er sýndur munurinn á efnainnihaldi samkvæmt
efnagreiningunum annars vegar og umræddum töflugildum. Af höfuðnæringarefnunum N, P
og K er 34-41% meira borið á af nýtanlegum efnum í mykju en gert var ráð fyrir í áætlunum.
Hins vegar var mun minna borið á af Ca og Mg en áætlað var. Ef áætlanir hefðu tekið mið af
efnagreiningum í stað töflugilda hefði Möðruvallabúið getað sparað kaup á um 3 tonnum af
tilbúnum áburði án þess að það hefði komið niður á uppskerunni.
4. tafla. Dæmi um mismun á áætluðu og ábornu efnamagni i á Möðruvöllum sumarið 2006. í mykju samkvæmt túnareikningi
Áborið efnamang, kg/ha
N p K Ca Mg
Samkvæmt efhagreiningum' 65 32 154 40 24
Samkvæmt töflugildum2 48 24 109 95 28
Mismunur, kg 16 8 45 -55 -4
Mismunur, % 34 35 41 -58 -16
1 Meðaltal Qögurra mykjusýna
2 Magnús Óskarsson og Matthías Eggertsson, 1991
Mat á efnastyrk og efnamagni í mykju
Eitt erfíðasta verkefnið í áburðaráætlunum er að áætla áburðargildi mykjunnar. Bæði er það
vegna þess að nákvæmur efnastyrkur mykjunnar er oftast óþekktur og sömuleiðis væntanleg
nýting til plöntuvaxtar. Þurrefnishlutfall (þykkt) mykjunnar er einnig breytilegt og þá
sérstaklega þegar verið er að keyra hana út á völl.
5. tafla. Samband þurrefiiishlutfalls (%) og efnamagns í kúamykju (kg/t). Byggt á meðaltölum
efnagreininga á mykjusýnum frá 9 kúabúum.
Næringarefni Y Fasti a (s-e-)' Hallastuðull b. kg (s.e.) X F-giIdi2 R2, %3
N (alls), kg/t mykju = 0,016 (U2) + 0,574 (0,175) x þurreíni% 0,013 55
P, kg/t mykju = 0,183 (0,16) + 0,071 (0,259) x þurrefrii% 0,033 49
K, kg/t mykju = -1,070 (1,04) + 0,609 (0,162) x þurrefni% 0,007 62
Mg, kg/t mykju = 0,223 (0,14) + 0,05 6 (0,022) x þurrefni% 0,039 40
Ca, kg/t mykju = ekkert marktækt samband —
Na, kg/t mykju = ekkert marktækt samband -—
1 s.e. = "standard error" = "staðalskekkja"
2 F-giIdi = sennileikahlutfall
3 R 2 = hlutfall afheildar breytileikanum sem þurrefhisinnihald mykjunnar skýrir
Getur þar munað meira en helmingi í þurrefni (frá 3-8% þurrefni) og þar með efnamagni í
hverjum tanki. Eins og kemur fram í 2. töflu er efnastyrkurinn á þurrefnisgrunni mjög
breytilegur milli bæja. Það endurspeglar einfaldlega það að efnastyrkur og efnahlutfoll í fóðri
eru breytileg milli búa. Þess vegna er nauðsynlegt að hvert kúabú meti efnastyrk myjunnar hjá
sér. Það er hægt að gera með tvennum hætti. Annars vegar með efngreiningum á mykju (rétt
eins og í heyefnagreiningum) með vissu árabili og hins vegar með úreikningi sem byggir á