Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 241
MÁLSTOFA F - JARÐRÆKT, BELGJURTIR OG ÁBURÐUR | 239
þessu mati er afurð heimildarlesturs höfundar (mest á Schröder ofl. 2007, Powlson og fl.
2008, Riley 2008, Ríkharði Brynjólfssyni 1992). Áburðargildi mykju ber saman hlutfallslegt
gildi mykju miðað við tilbúinn áburð sem borinn er á að vori.
6. tatla. Reiknað meðalefnainnihald í mykju sem árskýr (geldneyti
innifalin) skilur eftir sig á mánuði á Möðruvöllum. Meðaltal 5 ára. Og
Eftir kú á mánuði, kg
N alls nh4-n P K
íslenskar kýr1 8,6 4,6 1,3 6,9
Danskar Jersey kýr“ 9,0 5,4 1,5 8,6
meðalfóðurstyrkur 0,83 FEm í kg þe, meðal N í fóðri 2,8% í þurrefiii,
fóðurnýting 94%.
2 Dansk Landbrugsrádgivning 2006. Kýr eingöngu. Ársnyt 6400 kg, meðal N í
fóðri 3,0%, fóðumýting 85%.
Til að átta sig aðeins betur á hugmyndafræðinni er dregin hér upp mynd (2) sem sýnir
uppruna, hreyfíngu og afdrif niturs í jarðvegi. Lífræna hluta jarðvegs má skipta upp í annars
vegar í steindautt lífrænt efni (stöðugt = fastbundið N) og lifandi lífrænt efni (óstöðugt = laust
bundið N). Úr þessum lífræna forða losnar N við niðurbrot í NFLT —* NO2" —> NO3' (ólífrænt
N) og er þá aðgengilegt plöntum og öðrum lífverum sem nærast í og á jarðveginum.
Niðurbrotshraðinn á ársgrundvelli er fyrst og fremst háður hitastigi og vatnsbúskaps (magni
og hreyfingu) auk tegundar lífræns efnis í jarðvegi. I túnrækt við íslenskar aðstæður (hafrænt
kaldtemprað loftslag) sem fær árlega áburðargjöf safnast upp líírænn forði sem þýðir að öðru
óbreyttu aukna N losun með tímanum. í jarðvegi þar sem niðurbrotshraði og eínaskipti eru
mikil verður forðasöfnum lítil en mikil þar sem efnaskiptin eru hæg.
2. mynd. Uppruni, hreyfingar og afdrif niturs (N) í ræktunarjarðvegi.
Hægt er að vera með niðurbrotsstuðla fyrir hverja tegund af lifrænu efni eða einn stuðu! fyrir
allt lífrænt efni í jarðvegi (Schröder ofl. 2007). Hér er valið að vera bara með einn stuðul sem
áætlar nettólosun af aðgengilegu N á ári úr forða sem myndast hefur á ræktunartímanum. Á
mynd 3 er sýnt dæmi um hvaða áhrif þessi forðasöfnum hefur á áburðargildi N í mykju við
þrenns konar aðstæður en við sama niðurbrotshraða (0,1). Við slæmar aðstæður er
áburðargildi N í mykju lægra vegna meiri útskolunar, jarðvegsgerðar eða óheppilegs