Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 251
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 249
Áhrif rasks á birkivistkerfi
Jóhann Þórsson1, Ása Aradóttir2 og Steve Archer3
1 Texas A&M University, 2Landbímaðarháskóli íslands, 3University of Arizona
Inngangur
Birki, Betula pubescens, er eina trjátegundin sem myndar náttúrulega skóga á Islandi.
Talið er að birkiskógar hafi verið mun víðfeðmari við landnám en nú er og að hnignun
þeirra og eyðing hafí verið ör eftir landnám. í dag er talið að 95 % upphaflegs
skóglendis hafí glatast (Snorri Sigurðsson, 1977; Guðmundur Guðjónsson og Einar
Gíslason, 1998; Olafsdottir o.fl., 2001), og landhnignun og jarðvegseyðing sem fylgdi
í kjölfarið er alvarlegt vandamál (Ólafur Amalds o.fl., 1997; Amalds, 1999). Deilt
hefur verið um hvort hnignunarferlið var hafið við landnám eða hvort upphaf þess
megi rekja til þess og landnýtingarinnar sem fylgdi í kjölfar búskaparhátta
landnámsmanna. Ekki þarf hins vegar að deila um að með landnáminu urðu ýmsar
vistfræðilegar breytingar eins og endurspeglast meðal annars í frjókomalínuritum
(Hallsdottir, 1992; Margrét Hallsdóttir, 1995).
Búskap fylgdi að land var mtt til beitar og ræktar og skógur hogginn til eldiviðar og
annarra nytja, eins og venja hefúr boðið í Skandinavíu. Þegar Island er borið saman
við hin Norðurlöndin, og það haft í huga að sú landnýting sem tíðkaðist hér fram eftir
öldum átti rætur sínar að rekja til Skandinavíu, þá vekur fúrðu hversu miklar
breytingar virðast hafa orðið síðan landnámi lauk. Skýringanna kann að vera að leita í
nokkram þáttum, til dæmis því að stór beitardýr voru ekki til staðar á íslandi og þar er
tiltölulega lítið afrán hryggleysingja (Amthorsdottir og Olafsdottir, 2001; Neuvonen
o.fl., 2001). Birki á íslandi hefur því mögulega verið lostætara en gerðist í
nágrannalöndunum (Bryant o.fl., 1989), sem gæti þýtt minna þol birkivistkerfanna
gagnvart beit á íslandi en í nágrannalöndunum. Lítið hefur verið gert af því að skoða
áhrif beitar á vöxt og lifun birkiplantna, þó áhrif afráns hryggleysingja hafí t.d. verið
skoðað (Amthorsdottir og Olafsdottir, 2001).
Annað sem kann að hafa skipt máli er gerð jarðvegs, veðurfar, og samspil þessara
þátta. Eldljallajörð (Andisol) er ráðandi jarðvegsgerð á íslandi (Amalds, 1990).
Eiginleikar hennar eru um margt sérstakir, því hún getur bundið mikið vatn, hefúr afar
veika byggingu og er eðlislétt (Maeda og Soma, 1986). Það má því búast við að ef
gróðurhulu skorti, og þar með rótarkerfi til að styrka jarðveginn, þá sé hann
viðkvæmur gagnvart rofferlum á borð við frost-þíðuferli sem era tíð að vetrarlagi.
Beit stórra dýra getur bæði valdið þjöppun og rofí gróðurhulunnar vegna traðks og
sparks, en einnig fjarlægja beitardýr hluta lífmassans, en allt hefúr þetta áhrif á
varmaeinangrunareiginleika gróðurlagsins. Afleiðingin er aukin hætta á frostlyftingu
og óstöðugleika yfirborðs, sem getur ýtt undir ýmis hnignunarferli sem síðar kunna að
leiða til jarðvegseyðingar. Með þessum hætti getur beit stuðlað að aukinni virkni ferla
sem kunna að tengjast hnignun birkivistkerfa og þannig skýrt að hluta þær öra
breytingar sem taldar era hafa orðið við upphaf búskapar.