Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Side 252
250 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Hér eru birtar niðurstöður rannsóknar sem var gerð til að kanna áhrif beitar á lifun og
vöxt birkifræplantna og yfirborðsstöðugleika jarðvegs og þannig reyna að varpa ljósi
á þá öru hnignun skóglendis og síðar jarðvegseyðingu sem fylgdi landnámi.
Rannsóknin var hluti stærra verkefnis sem fjallaði um auðnamyndun á arktískum
svæðum (Thorsson, 2008).
Aðferðir
Rannsókninni var valinn staður í Hafnarskógi, undir Hafnaríjalli. Hafnarskógur er úr
landi landnámsjarðarinnar Hafnar og var löngum beitt sem almenningur. Þar er að
fínna skógartorfur og einnig gisna skógarjaðra þar sem opið grasi vaxið land tekur við
af skóginum.
Tvenns konar tilraunir voru gerðar. Annars vegar var líkt eftir síðsumarbeit á ungum
birkiplöntum (B. pubescens) (birkitilraun), og hins vegar var líkt eftir þungri beit og
fylgst með áhrifum hennar á yfirborðsstöðugleika (yfirborðsstöðugleikatilraun).
Birkitilraun: Snemmsumars 2000 voru settir upp tilraunareitir í fimm gróðurgerðum;
þéttum birkiskógi, birkiskógarjaðri, gisnum birkiskógi, gisnum birkiskógarjaðri, og í
graslendi. Hugmyndin var sú að þessar gróðurgerðir endurspegluðu ákveðna
hnignunarröð frá þéttum skógi til gisins skógar og loks kæmi graslendi.
Jaðargróðurgerðirnar væru síðan nokkurs konar millistig á milli birkigróðurgerðanna
og graslendisins. Reiknað var með að bestu vaxtarskilyrðin væru í þétta
birkiskóginum vegna meira skjóls fyrir vindum og auknum einangrunaráhrifúm frá
skógarliminu borið saman við gisnara eða opið land. Jafnframt var áætlað að affoll
myndu aukast með auknu afráni (klippingu) og að þau yrðu mest í opnu skjóllitlu
landi.
í hvert gróðurlendi var plantað 90 ársgömlum birkifræplöntum í þremur reitum, eða
alls 450 plöntur. Haustin 2000, 2001 og 2002 voru krónur plantnanna klipptar, 25 %
var fjarlægður af þriðjungi plantnanna í hverjum reit og 75 % var ljarlægður af
þriðjungi þeirra. Hugmyndin var að líkja eftir þungu haustbeitarálagi þar sem hluti
plöntunnar er bitinn ásamt brumum og laufum. Þriðjungurinn sem eftir var, var
notaður til viðmiðunar. Hver planta sætti alltaf sömu meðferð og tilviljun réði
meðferð í upphafi. Meðal gagna sem var safnað vor og haust var lengd plöntu, Ijöldi
hliðargreina (notuð til að reikna heildarvöxt), fjöldi bruma, fjöldi laufa, afrán
hryggleysingja, lifun og kal. Afrán var metið á kvarða frá 0 - 4: 0 = ekkert afrán,
1 = < 25% laufa sýndu merki afráns, 2 = 25 -50 % laufa sýndu merki afráns,
3 = 50 - 80 % laufa sýndu merki afráns, og 4 = > 80 % laufa sýndu merki afráns.
Tölfræðilegur samanburður á kalgögnum var gerður með kí-kvaðrat prófum, og afrán
var metið með Kruskal-Wallis og Mann-Whitney U prófum. Munur á heildarvexti
milli gróðurgerða og meðferða var prófaður með fervikagreiningu (ANOVA).
Yfirborðsstöðugleikatilraun: Tilraunin var gerð í sömu gróðurgerðum og
birkitilraunin. í hverri gróðurgerð voru lagðir út þrír reitir, og innan hvers þeirra 12
50 x 50 cm reitir skv. handahófshnitum. Þrír þessara 12 reita voru klipptir, þrír voru
troðnir, þar sem líkt var eftir miklum átroðningi, þrír voru klipptir og troðnir, og þrír
voru til viðmiðunar. Tilviljun réði hvaða meðferð hver reitur hlaut í upphafi.
Meðferðimar voru endurteknar ljögur haust frá 1999. Breytingar á hæð yfirborðs
voru mældar með rofbrúm (e. erosion bridges) (Shakesby o.fl., 1991; Shakesby, 1993;
White og Loftin, 2000), jafnframt því sem þekja var metin og yfirborðsstyrkur
mældur með brotmæli (e. penetrometer), og mælt lífrænt kolefni (e. Soil Organic
Carbon; SOC) í tilraunareitunum í lok tímabilsins. Reiknað var með að