Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 253
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 251
yfirborðsstöðugleiki væri hæstur í þéttu skóglendi vegna meiri skjóláhrifa þar borið
saman við opið land, og að mismunandi svörun yrði við meðferðum eftir
gróðurgerðum vegna mismunar í skjóláhrifum. Fervikagreiningar og Kruskal-Wallis
próf voru notuð til að bera saman áhrif gróðurgerða og meðferða á
yfirborðsstöðugleika, og fervikagreiningar voru notaðar til að meta yfírborðsstyrk og
SOC saman á milli meðferða og gróðurgerða.
Tilraunasvæðum og aðferðum er nánar lýst í Thorsson (2008).
Niðurstöður
Birkitilraun
Heildarvöxtur eftir gróðurgerðum var metinn með samanburði á viðmiðunarplöntum.
Hann var sambærilegur milli gróðurgerða fyrsta vorið eftir plöntun (júní 2001;
(A^ = 9.10, p = 0.059), en í júní 2003 var heildarvöxturinn orðinn mestur í gisna
skóglendinu og graslendinu (F = 12.5, p < 0.001). Áhrif meðferðanna kom skýrt í ljós
þegar leið á tilraunatímann. í júní 2001 var enginn munur á heildarvexti, en í lok
tilraunarinnar í júní 2003 var heildarvöxtur viðmiðunarplantnanna meiri en þeirra
klipptu (X2 = 13.782, p < 0.01). Enginn munur var hins vegar á heildarvexti milli
meðferðanna tveggja við lok tilraunarinnar.
Mest afránið reyndist vera í þétta birkiskóginum og graslendinu (X2 = 148.5,
p< 0.001).
Affoll birkiplantnanna var mismunandi á milli gróðurlenda og meðferða (F=7.7,
p < 0.001). Mest drapst í graslendinu og þétta birkiskóginum, og í lok tilraunarinnar
hafði meira drepist úr 75 % meðferðinni (54 %) en úr 25 % meðferðinni (20 %) og
viðmiðun (10%) (p < 0.001). Afföll virtust aukast með tímanum, mest í 75%
meðferðinni, en hægar í 25 % meðferðinni og viðmiðuninni.
Minnst kal var hjá viðmiðunarplöntunum í gisna og þétta birkiskóginum yfír
tilraunartímabilið, en þessi tilhneyging á milli gróðurgerða virtist jafnast út með
tímanum þar sem kal minnkaði eftir því sem plöntumar eltust. Þessi minnkun virtist
stafa af minna kali í viðmiðunarhópnum og 25 % meðferðinni, en plöntur í 75 %
meðferðinni sýndu jafn mikið kal öll árin, eða um 30 % af plöntunum. Þessi munur
var hins vegar aldrei marktækur.
Y fírborðsstöðugleikatilraun
Mikill munur var á yfírborðsstöðugleika milli meðferðanna, og skám troðnu
meðferðimar tvær sig frá bæði viðmiðunarhópunum og klipptu meðferðinni í gegnum
alla tilraunina.
Gisna skóglendið og þétta skóglendið reyndust skera sig frá hinum gróðurgerðunum í
upphafi, en þegar frá leið þá jafnaðist sá munur út. Yfirborðshreyfmgar hjá
viðmiðunarhópnum og klipptu meðferðinni virtust jafnframt minnka með tímanum, en
stöðug yfirborðslækkun var merkjanleg í troðnu meðferðunum tveimur.
Áhrif meðferða var breytileg á milli gróðurgerða yfir tilraunatímann. í ljós kom að
svömn þétta skóglendisins var mun hraðari en hinna gróðurgerðanna. Þannig komu
áhrif troðmeðferðanna strax fram á fyrsta vetri, meðan lengri tíma tók að sjá skýrar
breytingar í hinum gróðurgerðunum.