Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 254
252 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
SOC gildi fyrir efstu 5 sm jarðvegsins voru marktæk á milli bæði gróðurgerða og
meðferða (p < 0.001), og áhrif meðferðanna á SOC reyndust sambærileg í öllum
gróðurgerðum. SOC gildi í viðmiðunarhópunum og klipptu meðferðunum voru hærri
en í troðnu meðferðunum tveimur (p < 0.01). SOC gildi fyrir 5 - 15 sm jarðvegsdýpi
var mismunandi á milli gróðurgerða (p < 0.001), en enginn munur var á milli
meðferða.
Yfirborðsstyrkur var mismunandi á milli gróðurgerða yfir allt tilraunatímabilið
(p < 0.01). Hann var lægstur í þétta skóglendinu (9.6 ± 0.5 kg sm'2) en hæstur í gisna
skóglendinu (16.3 ± 0.5 kg sm‘2). Gildin fyrir skógarjaðarsvæðin lágu þar á milli,
13.8 ± 1.3 kg sm‘2 fyrir þétta skógarjaðarinn og 14.5 ± 0.6 kg cnf2 fyrir gisna
skógarjaðarinn. Jaíhframt var marktækur munur á milli meðferða þar sem
yfírborðsstyrkur troðnu meðferðanna minnkaði stöðugt yfir tilraunatímann og var í
lok hans nrarktækt lægri en hjá klipptu meðferðinni og viðmiðunarhópnum
(p < 0.001). Þétta skóglendið reyndist undantekning frá þessari reglu, þar reyndist
klippta meðferðin hegða sér eins og troðnu meðferðimar.
Umræður
Þvert á það sem reiknað var með, þá reyndust birkiplöntur vaxa minnst í þétta
skóglendinu, en best í gisna skóglendinu. Afföll voru einnig talsverð í þétta
skóglendinu. Astæðu þessa má líklega frekar rekja til skuggaáhrifa af birkikrónunum
en samkeppni við lággróður, því að í þétta skóglendinu var lítil þekja af grösum og
blómjurtum. Skjóláhrif birkiskógarins virtust einnig skila sér illa, því kal í
skógarreitunum var mun meira en reiknað var með. Skógurinn virðist því ekki veita
það hagstæða umhverfi fyrir birkiplöntumar sem ætlað var. Það er þekkt að greni og
furufræplöntur dafna vel í skógarrjóðrum þar sem bæði er skjól og næg birta (de
Chantal o.fl., 2007). I Hafnarskógi vantar hins vegar birtunasem skiptir veralegu máli
fyrir ljóskæra tegund eins og birki.
Talsvert skordýraafrán var í þétta birkiskóginum og graslendinu, en mikill munur var
jafnframt á vaxtarhraða milli þessara gróðurgerða. Afránið er því ólíklegt til að hafa
veraleg áhrif á affoll plantnanna. Það er þekkt að afrán hryggleysingja getur aukið
afföll birkis (Neuvonen o.fl., 2001), sérstaklega í hörðum áram (Kallio og Lehtonen,
1973; Haukioja o.fl., 1985). Ekkert samband á milli afráns og affalla í þessari tilraun
má e.t.v. skýra með mildu veðurfari á meðan á rannsókninni stóð.
Afföll jukust með tíma, sem sýnir að meðferðimar höfðu æ meiri áhrif eftir því sem á
leið. Eftir tæp tvö ár var farið að gæta veralegra affalla, sem bendir til að
einhverskonar þolmörkum plantnanna hefði verið náð. Þessar niðurstöður benda
eindregið til þess að stöðug eða regluleg beit geti dregið úr vexti og aukið afföll ungra
birkiplantna, og þannig dregið úr möguleikum birkis til að endurnýja sig.
Jarðvegsyfirborðið hafði tilhneygingu til að rísa að vetrarlagi, en hníga að sumri sem
endurspeglar annars vegar þenslu vegna frosta að vetrin og samþjöppun að sumrin.
Greinilegar hreyfingar eiga sér því stað í jarðvegsyfirborði eftir árstímum, og
endurspegla án vafa þau ferli sem m.a. mynda t.d. þúfur.
Troðnu meðferðirnar annars vegar og viðmiðunin og klipptu meðferðimar hins vegar
mynda tvo afar líka svörunarhópa. I troðnu meðferðunum var svörðurinn nánast allur
Ijarlægður, og því vantaði bæði rótarstyrkingu í jarðveginn (eins og minnkandi