Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 255
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 253
yfírborðsstyrksmælingar sýndu), og einnig þá einangrun sem svörðurinn annars veitir.
Þetta veldur greinilega meiri óstöðugleika hjá troðnu meðferðunum.
Það er sérstök ástæða til að benda á að hegðun meðferða eftir gróðurgerðum. í þétta
birkiskóginum sáust meðferðaráhrifin strax á öðru ári en í öðrum meðferðum fóru
ekki að sjást skýrar vísbendingar fyrr en á síðasta ári tilraunarinnar. . Birkiskógurinn
virðist því svara mun fyrr, og kann því að vera viðkvæmara fyrir beitaráhrifum en
aðrar gróðurgerðir.
Samantekt
Það virðist vera að endurtekin beit geti haf't verulega neikvæð áhrif á vöxt og
endumýjun birkiplantna, en áhrifanna fer ekki að gæta fyrr en að nokkrum tíma
liðnum. Hver sá tími er hlýtur að velta á beitarálagi, beitartíðnin ogveðurfari. Beit og
beitartraðk getur einnig aukið óstöðugleika yfirborðsins, og þannig ýtt undir ferli sem
kunna að leiða til landhnignunar og jarðvegseyðingar. Það vekur sérstaka athygli að
skógarbotn birkiskóga virðist mun viðkvæmari fyrir raski en aðrar gróðurgerðir. Það
gæti bent til þess að við skógarhögg eða skógeyðing, við, og stuttu eftir landnám, hafi
myndast aðstæður sem buðu upp á öra landhnignun.
Niðurstöður þessa verkefnis gefa því vísbendingar um að beit geti stuðlað að
minnkandi útbreiðslu birkis, og jafnframt ýtt undir landhnignunarferli sem síðar geta
leitt til jarðvegsrofs.
Þakkir
Þetta verkefni var m.a. unnið fyrir styrki frá Landgræðslu ríkisins, Rannsóknaráði
íslands, Framleiðnisjóði landbúnaðarins, Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og
Sigurliða Kristjánssonar og Letterstedtska sjóðnum. Er þeim þakkaður stuðningurinn.
Rannsóknastofiiun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins veittu einnig vinnuaðstöðu
endurgjaldslaust. Er öllum þessum aðilum, sem og starfsmönnum þessara stofnana,
þökkuð öll þeirra ómetanlega aðstoð.
Heimildir
Arnalds, O., 1990: Characterization and Erosion of Andisols in Iceland. Dissertation, Texas A&M
University, College Station. 179 pp.
Arnalds, O., 1999: Soils and soil erosion in Iceland. In Ármannsson, H. (ritstj.), Geochemistry of the
Earth’s Surface. Proceedings of the 5th International Symposium on Geochemistry of the Earth's
Surface. Rotterdam: A.A.Balkema, 135-138.
Amthorsdottir, S. og Olafsdottir, A., 2001: The role of herbivory of downy birch growth and resistance
in an Icelandic shrubland. Ársrit Skógræktarfélags íslands, 68: 171-174.
Bryant, J. P., Tahvanainen, J., Sulkinoja, M., Julkunentiitto, R., Reichardt, P., og Green, T., 1989:
Biogeographic Evidence for the Evolution of Chemical Defense by Boreal Birch and Willow against
Mammalian Browsing. American Naturalist, 134: 20-34.
de Chantal, M., Hanssen, K. H., Granhus, A., Bergsten, U., Ottoson Löfvenius, M., og Grip, H., 2007:
Frost-heaving damage to one-year-old Picea abies seedlings increases with soil horizon depth and
canopy gap size Canadian Joumal of Forest Research, 37: 1236-1243.
Guðmundur Guðjónsson, og Einar Gislason, 1998: Gróðurkort af íslandi. Reykjavik:
Náttúrufræðistofnun.