Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 258
256 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
þessara tveggja þátta gæti einnig verið mikilvægt fyrir landnám mosa en mosi kann að
gegna lykilhlutverki fyrir landnám háplantna þama. Best grónu svæðin á
Skeiðarársandi einkenndust af mikilli mosaþekju en mosi virðist eiga mjög erfitt
uppdráttar á þurmm foksandi. Mosi breiðist fyrst út í lægðum en þar sem mosi var
ekki til staðar virtust vaxtarskilyrði háplantna vera lakari í grunnum lægðum en á
sléttu, líklega vegna meiri sandburðar (Marteinsdóttir 2007). Frekari rannsókna er
þörf til að greina röð mosa og háplantna í landnámi tegunda á Skeiðarársandi en
vísbendingar eru um að greina megi tvö ólík framvinduferli á sandinum, eftir því
hvort mosi er undanfari landnáms háplantna eða hvort fyrstu landnemar eru háplöntur
með öflugt rótarkerfi.
Skeiðarársandur er einsleitur við fyrstu sýn en rannsóknirnar sýna breytileika í
útbreiðslu gróðurs og að framvinda er mjög breytileg. Rannsóknir okkar benda til að
hægt sé að útskýra þennan breytileika m.a. með misleitni í landslagi (t.d. jökulker;
Martin 2007) og vegna tilviljana í landnámi plantna á fyrstu stigum frumframvindu
(Marteinsdóttir 2007). Það mósaík í gróðri sem er að myndast á Skeiðarársandi á sér
líklega ekki einfalda skýringu.
Heimildir
Bryndís Marteinsdóttir, Kristín Svavarsdóttir & Þóra Ellen Þórhallsdóttir, 2007. Landnám birkis á
Skeiðarársandi. Náttúrufrœðingurinn, 75, 123-129.
Heidl, M.M., Þórhallsdóttir, Þ.E. & Svavarsdóttir, K., 2009. Colonization and distribution of Mountain
birch on Skeiðarársandur. Fræðaþing landbúmaðarins: 6: (þetta rit).
Kofler, Kathrin (2004). Large scale vegetation patterns on a sandur plain: a digital vegetation map of
Skeiðarársandur derivedfrom satellite imagery. MSc.ritgerð. University of Salzburg, Austurríki.
Kristín Bryndís Marteinsdóttir, Kristín Svavarsdóttir & Þóra Ellen Þórhallsdóttir, 2007. Landnám birkis
á Skeiðarársandi. Náttúrufræðingurinn 75: 123-129.
Rristín Svavarsdóttir & Þóra Ellen Þórhallsdóttir, 2006. Sjálfgræðsla Skeiðarársands. Hvað getur hún
kennt okkur? Fræðaþing landbúnaðarins 3: 375-378.
Marteinsdóttir, M., 2007. Small scale spatial patterns and colonization processes in early successional
environment. MSc. ritgerð, Líffræðiskor Háskóla íslands.
Martin, J.A., 2007. The ecology of kettleholes on Skeiðarársandur. MSc. ritgerð, Líffræðiskor Háskóla
Islands.
Sigurður Bjömsson, 2003. Skeiðarársandur og Skeiðará. Náttúrufræðingurinn 71: 120-128.