Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 261
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 259
Skógeyjarsvæðið - endurheimt votlendis úr sandi
Sveinn Runólfsson', Elín Fjóla Þórarinsdóttir',Ása L. Aradóttir2, Kristín
Svavarsdóttir'
Landgræðsla ríkisins1, Landbimaðarháskóli íslands2
Útdráttur
I þessari grein er fjallað um nýmyndun og endurheimt votlendis á sandsvæðum. Rakin
er saga landgræðslu á Skógeyjarsvæðinu sem dæmi um árangursríka endurheimt
votlendis á svæði sem var sandi orpið fyrir aðeins örfáum áratugum. Rætt er um
möguleika votlendismyndunar á fleiri sandsvæðum á landinu þar sem staðhættir og
landslag gefur tilefni til að beita megi svipuðum aðgerðum og breyta þeim í gróskurík
votlendi.
Inngangur
„Hver er líka sá, að hann hafí leikið eftir eða fylgst með öllum seinagangi náttúrunnar
stig af stigi, öllum umbreytingunum eða þori að neita því, að þar sem jökulámar
flæmast nú um, brjóta grassvörðinn, valda uppblæstri og mynda samfellda sanda, geti
orðið frjósamt sléttlendi, þegar aldir renna“, skrifaði Sveinn Pálsson, náttúmfræðingur
á seinni hluta átjándu aldar (Ferðabók Sveins Pálssonar).
Við upphaf landnáms vom gróðurlendi Islands víðáttu- og gróskumeiri en nú. Á korti
sem gert var á Náttúrufræðistofnun íslands og sýnir hugmyndir um gróðurfar landsins
um landnám (Eyþór Einarsson & Einar Gíslason, 2000) er nánast allt undirlendi, nema
strandlengjan, sýnt sem gróið. Neðri hluti undirlendisins hafi verið votlendi, eins og er
víða ennþá, þótt meiri hluti þess hafi nú verið ræst fram.
Jökulámar hafa víða byggt þessi frjósömu undirlendi upp með framburði sínum, m.a. í
Austur-Skaftafellssýslu. Veðurfarssveiflur, eins og loftslagskólnunin sem kölluð hefur
verið litla-ísöld ollu breytingum á legu jöklanna og rennsli jökulánna (Páll Imsland
2004). Þá hafa jökulhlaup af völdum eldsumbrota undir jöklum oft valdið
náttúruhamforum með tilheyrandi gróðureyðingu og búsifjum. Vatnajökull hefur því
aftur og aftur valdið gífurlegu tjóni á landi og spillt landgæðum, jafhvel að því marki
að heilar sveitir hafa lagst í eyði (Egill Jónsson 2004).
Skógeyjarsvæðið í Hornafirði
í Hornafirði er veðurfar hagstætt gróðri. Vetur eru mildir; 30 ára (1961-1990)
meðalhiti í janúar var 0,1°C, meðalhiti í júlí 10,2°C og ársúrkoma á sama tímabili
1452 mm (Veðurstofa íslands, 2009). Láglendið er að langmestu leyti myndað af
framburði jökulánna.
Nafn Skógeyjar er eina heimildin um að þar hafi vaxið skógur. Líklegt er að hann hafi
að mestu verið horfinn þegar fyrsta heimild sem getur um Skógey var skráð í máldaga
Bjarnaneskirkju árið 1367. Talið er að þá hafi verið byggð í Skógey, en ekkert verður
af henni ráðið hvort þar voru fleiri en einn bær (Sigurður Bjömsson, 1990).
Svo líða aldir án þess að neitt sé skráð um Skógey en trúlega hefur hún þá verið notuð
til slægna. Það er ekki fyrr en árið 1746 að aftur er skráð heimild um Skógey sem
mark verður á tekið. „Segist í fyrndinni hafa í þessari Skógey byggð verið og 18 bæir,
en hafa vegna yfirdrífandi sands foreyðst, sést og merki til að satt muni þar um