Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 265
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 263
samfara friðun fyrir búfjárbeit eins og á Héraðssandi. Annars staðar þarf að grípa til
vamaraðgerða til að stýra rennsli fallvatna inn á svæðin en dæmi um slíkt er á
Hólmsáraurum. Oft á tíðum þarf aðeins að grípa til lítils háttar áveituframkvæmda til
að hækka grunnvatnsstöðuna og koma af stað gróðurframvindu með uppgræðslu. I
kjölfar hennar eykst vatnsmiðlun svæðisins, auk þess sem mikið kolefni binst við
endurheimt votlendis úr ógrónu sandlendi eins og fram kemur hér að ofan. Hér er ekki
lagt mat á hvort réttlætanlegt væri að ráðast í framkvæmdir til að endurheimta
votlendi á þessum svæðum en þeir tímar kunna að koma að binding kolefnis með
þessum hætti verði arðbær kostur.
Forsenda árangursríkrar endurheimtar votlendis með landgræðslu er friðun fyrir
búíjárbeit. Af fenginni reynslu er ljóst að ef endurheimta á votlendi fyrir opinbert
ijármagn þá er mikilvægt að viðkomandi landsvæði sé í ríkiseign, eða að búið sé að
gera bindandi samninga um forræði ríkisins til langs tíma.
Lokaorð
Rýmun gróðurs og landgæða í Hornafirði allt fram yfir miðja síðustu öld, hefur nú
verið snúið við. Framkvæmdimar á Skógeyjarsvæðinu fólust bæði í umfangsmikilli
mannvirkjagerð og uppgræðslu, sem voru forsendur þess að unnt væri að stöðva
stórfellt sandfok á þessu víðáttumikla svæði sem ber fomt heiti grósku og landgæða. í
kjölfar uppgræðslunnar tók við gróðurframvinda þar sem sáðgrösin em smátt og smátt
að víkja fyrir innlendum gróðri. Góð náttúrufarsleg skilyrði, eins og hagstætt veðurfar
og frjósamur jarðvegur, em forsendur fyrir þessari merku þróun.
All víða á láglendi íslands, sérstaklega þar sem jökulár hafa myndað sléttur nálægt
ströndinni, em aðstæður svipaðar þeim á Skógeyjarsvæðinu. Oft er um að ræða sanda
sem stundum em undir ágangi vatna, sem kemur í veg fyrir að svæðin grói. Með
stjómun á vatnsbúskap svæðanna, t.d. með fyrirhleðslum og friðun fyrir beit, er víða
unnt að stuðla að endurheimt votlendisgróðurs með uppgræðslu. Reynslan á
Skógeyjarsvæðinu sýnir að gróðurframvinda við slíkar aðstæður er líkleg til að leiða
til myndunar votlendisgróðurs. Með slíkum framkvæmdum binst einnig kolefni í
gróðri og jarðvegi.
Heimildaskrá:
Arna Björk Þorsteinsdóttir & Grétar Már Þorkelsson, 2008. Úttekt á gróðurþekju og rofi á
Skógeyjarsvœðinu í Hornafirði. Skýrsla, Landgræðsla ríkisins.
Ása L. Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir, Þorbergur Hjalti Jónsson & Grétar Guðbergsson, 2000.
Kolefnisuppsöfnun í gróðri og jarðvegi á uppgræðslusvæðum. Búvisindi 13: 99-113.
Egill Jónsson, 2004. í veröld jökla, sanda og vatna. I: Jöklaveröld - náttúra og mannlíf (ritstj. Helgi
Bjömsson). Skrudda, bls. 11-86.
Eyþór Einarsson og Einar Gíslason, 2000. Hugmynd um gróðurfar á Islandi um landnám. (Kort í
mælikv. 1:500 000). Náttúrufræðistofnun íslands.
Ferðabók Sveins Pálssonar. Dagbœkur og ritgerðir 1791-1797. I bindi. Bókaútgáfan Örn og Örlygur,
1983.
Guðmundur Ómar Friðleifsson, 1990. Hádegissker á Hoffellssandi. í: Græðum ísland, Landgræðslan
1989-1990 (ritstj. Andrés Arnalds). Landgræðsla ríkisins, bls 99-106.
Landgrœðsluáœtlun 1974-1978. Álit landnýtingar- og landgræðslunefndar, 1974.
Páll Imsland, 2004. Landsig og landris í Hornafírði. I: Jöklaveröld - náttúra og mannlíf (ritstj. Helgi
Bjömsson). Skrudda, bls. 95-124.