Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 270
268 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Áhrif yfirborðsþekju á vatnsinnihald í efstu 6 cm jarðvegs voru metin með
fervikagreiningu. Gerðar voru tvær greiningar á: (i) sameinuðum fjórum mælidögum
(17, 25., 31. júlí og 9. ágúst) sumarið 2006, en á því tímabili var um 40 mm úrkoma og
raki í jarðvegi í meðallagi og (ii) 10. júlí 2006 til að kanna áhrif þekjunnar við þurrari
aðstæður. Þekja var flokkuð í þrjá þekjuflokka: (i) grös og blómplöntur, (i) mosa og
lífræna skán og (iii) sand.
Nýtanlegt vatn í yfirborðsjarðveginum var reiknað út frá vatnsheldnimælingum
(í þrýstipottum) á jarðvegssýnum af 0 - 5 cm dýpi, á jarðvegsrannsóknastofu Lbhí.
Nýtanlegt vatn var reiknað sem mismunur á vatnsinnihaldi nærri mettun (0,03 MPa) og
við visnunarmark (1,5 MPa).
Niðurstöður
Ekki var marktækur munur á vatnsinnihaldi jarðvegs eftir meðferðum, hvorki þegar
jarðvegur var vel blautur (5. júlí 2006), né eftir nokkra úrkomulausa daga (10. júlí 2006)
eða langvarandi þurrk (20. júní 2007) (1. mynd).
Kolefnisinnihald og þykkt jarðvegsins höfðu marktæk áhrif á vatnsinnihald
yfirborðsjarðvegs á blautum degi (5. júlí 2006) (R2 = 0,60; n = 45; p <0,001) og eftir
fimm úrkomulausa daga (10. júlí 2006: R2 = 0,37; n = 45; p <0,001). En eftir langvarandi
þurrk (20. júní 2007) hafði aðeins magn ferrihýdríts marktæk áhrif á vatn í jarðvegi
(R2 = 0,16; n = 45; p <0,01). Auknu magni kolefnis og ferrihýdríts fylgdi aukið vatn í
jarðvegi, en aukin þykkt jarðvegsins hafði neikvæð áhrif á vatn í jarðvegi (2. mynd).
35
30 ■
£
1 25'
ÖO
2 20 -
*p
cS
15
10 -
0,0
o° oo
▼ • viðmiðun
o grasmeðferð
▼ birkimeðferð
0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2
35
30
| 25
ÖO
£ 20
<o
15
10
• viðmiðun
o grasmeðferð
▼ birkimeðferð
o
o
40 60 80 100
%C
jarðvegsþykkt (cm)
2. mynd. Tengs kolefnisinnihalds jarðvegs og jarðvegsdýpis við vatn í efstu 6 cm
jarðvegs 5. júlí 2006.
Áhrif þekju á vatn í jarðvegi voru marktæk (n = 428; p <0,001) þegar raki í jarðvegi var í
meðallagi (17. júlí til 9. ágúst 2006). Vatn í jarðvegi var marktækt minna þar sem aðeins
var sandur (14,9 %) samanborið við undir þekju grasa og blóma (18,5 %) og mosa og
skánar (19,6 %) sem voru sambærilegar. Þegar jarðvegur var þurr (10. júlí 2006) var
aftur á móti enginn munur á þessum flokkum (n = 72; p >0,05).