Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 271
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 269
Samkvæmt niðurstöðum úr þrýstipottum er nýtanlegt vatn í efstu 5 cm jarðvegs á bilinu
5,0 - 6,2 % r birkireitum, 4,0 - 6,0 % í grasreitum og 3,0 - 4,9% r viðmiðunarreitum.
Umræða
Þrátt fyrir engin merkjanleg áhrif uppgræðslumeðferða á vatnsinnihald yfirborðs-
jarðvegsins sumrin 2006 og 2007, þá benda áhrif kolefnis og leirs í jarðveginum til þess
að það breytist með þróun jarðvegsins. Kolefni eykur nú þegar vatnsheldni jarðvegsins
(2. mynd) þrátt fyrir að það mælist aðeins um 0,7 % í meðferðarreitum (Ólafur Arnalds
o.fl., 2009). Eftir langvarandi þurrka eru áhrif kolefnisins þó ekki merkjanleg, en það
skýrist af því að plöntur hafa tekið vatnið upp úr jarðveginum. Áhrif ferrihýdríts á vatn í
jarðvegi eftir langvarandi þurrk skýrist af því hve leirinn getur bundið vatnið fast.
Athyglisvert er þó að ekki sést slík fylgni við allófan, sem kanna þarf nánar. Grófa
gjóskulagið í jarðveginum hindrar að vatn sígi neðar í jarðlögin nema þegar jarðvegurinn
er mettaður, en það gerist einkum að vori þegar frost fer úr jörðu. Minna vatn í
yfirborðsjarðvegi reita þar sem jarðvegur er þykkur (jarðvegsþykkt = 70 cm í A2, 57 cm í
VI, en 35 - 46 cm í öðrum stórreitum; sjá 1. og 2. mynd) skýrist af því að vatn hripar þar
lengra niður áður en gjóskulagið stöðvar sig þess, en vatn sígur greiðlega í jarðveginn
þegar ekki er klaki í jörðu (Berglind Orradóttir og Ólafur Arnalds, 2007). Þar sem grunnt
er á gjóskulagið situr vatnið nær yfirborðinu og flyst auðveldar upp að yfirborði vegna
vatnsspennumunar sem myndast við uppgufun vatns úr jarðvegi. Áhrifa jarðvegsþykktar
á vatn í jarðveginum gætti ekki eftir langvarandi þurrk, enda jarðvegur þá orðin svo þurr
að flutningur vatns upp að yfirborði er orðin mjög hægur (vatnsleiðni lækkar hratt þegar
jarðvegur þornar). Jafnframt eru efstu 10 cm jarðvegsins á Geitasandi mjög sendinn en
vatnsleiðni í sendnum jarðvegi fellur mjög hratt þegar hann þornar.
Meira vatn í jarðvegi undir gróðri samanborið við ógróið yfirborð skýrist væntanlega af
því að þar er meira kolefni (sjá grein Ásu L. Aradóttur og Kristínar Svavarsdóttur, 2009)
og vatnsheldni jarðvegsins er því hærri en þar sem enginn gróður er. Áhrifa þekju á
jarðvegsvatn gætti ekki eftir fimm úrkomulausa daga á hámarks vaxtartíma (10. júlí
2006). Á gróðurlausu landi verður vatnstap úr jarðvegi aðeins með uppgufun, en bæði
með uppgufun og útgufun þar sem gróður þekur yfirborðið. Hraði vatnstaps úr jarðvegi
meðferðarreita og viðmiðunarreita getur verið svipaður í byrjun á meðan vatn er ekki af
skornum skammti. en þegar vatn verður takmarkandi við yfirborð hægir hraðar á
vatnstapi úr ógrónu landi þar sem það takmarkast af vatnsleiðni jarðvegsins. Rætur
plantna geta aftur á móti tekið upp vatn hraðar og “þurrkað” jarðveginn niður á meira
dýpi. Þennan mun er hægt að greina á tímabilinu frá 12. júní 2007 til 2. júlí 2007, en
12. júní hafði vatn í jarðvegi þegar minnkað nokkuð eftir nokkra þurra daga. Á þessu
tímabili var vatnstap meira í stórreitum birkmeðferða (6,5 - 8,3 %) og grasmeðferða
(5,4-6,7%) en í viðmiðunarreitum (3,0 - 5,9 %) (l.myndB). Undanteknin var þó
grasreitur A2, þar var vatnstap (3,8 %) sambærilegt við viðmiðunarreiti, en hann er
minnst gróinn af meðferðarreitunum og þar er jarðvegur þykkastur (70,5±3,4 cm).
Vatnstap þar takmarkast því frekar að vatnsleiðni jarðvegsins en útgufun plantna.
Nýtanlegt vatn í efstu 5 cm jarðvegsins á Geitasandi er lágt miðað við órofin svæði, en
þroskuð brjúnjörð eða jarðvegur votlendis (votjörð, svartjörð) hefur gjarnan 15-50 %
nýtanlegt vatn. Það er því augljós hætta á vatnsskorti í efstu 5 cm jarðvegsins, jafnvel í