Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 273
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 271
Þróun jarðvegsþátta við uppgræðslu á Geitasandi
Olafur Amalds, Berglind Orradóttir og Brita Berglund
Landbúnaðarháskólci Islands
Inngangur
Jarðvegsmyndun í lítið mótuð móðurefni felur í sér þróun mikilvægra þátta
jarðvegsins sem stuðla að frjósemi og stöðugleika vistkerfa. Landgræðsla og
vistheimt felur í sér uppbyggingu mikilvægra þátta vistkerfisins á borð við
vatnsmiðlun, lífíjölbreytileika og virkni lífvera, gróðurhulu og næringarefnahring-
rásar. Eitt megineinkenni landgræðslu á Islandi er að unnið er með afar röskuð
vistkerfí; þróun vistkerfanna er nánast á byrjunarreit. Jarðvegurinn er ómótaður og
þar með þeir eiginleikar sem mikilvægir em fyrir frjósemi og þróun vistkerfísins.
Jarðvegsmyndun er alla jafna hæg sem náttúrulegt ferli, mikilvægar breytingar taka
aldir eða þúsaldir. Þróun jarðvegs er afar mismunandi eftir umhverfisaðstæðum og
móðurefnum. Jarðvegsmyndun er t.a.m. afar hæg í auðnum eyðimarka, vegna þurrka,
og þar sem em bergefni sem veðrast seint, t.d. granít eða kvarssandur, verður mótun
jarðvegs ennfremur hæg. Móðurefni íslenskrar moldar em fyrst og fremst basísk
gjóska, sem veðrast mun hraðar en flest önnur bergefni. Því má ætla að
jarðvegsmyndun sé mun örari hérlendis en víðast við sambærilegt loftslag.
Árið 2005 veitti Rannsóknasjóður styrk til verkefnisins Vistland sem er unnið í
samvinnu Landbúnaðarháskóla Islands og Landgræðslu ríkisins. Markmið verkefnis-
ins er að kanna þróun vistkerfa við landgræðslu. Verkefnið tekur til margra þátta
vistkerfisins, m.a. gróðurs, jarðvegs, og lífríkisins og er unnið á Landbótarsvæðinu á
Geitasandi á Rangárvöllum í nágrenni Gunnarsholts. Gagnaöflun er að ljúka en unnið
er að úrvinnslu gagna.
í þessari grein er gerð grein fyrir ýmsum frumniðurstöðum er lúta að þróun
jarðvegsþátta á svæðinu. Skýrt er frá ýmsum öðmm þáttum er tengist þessari
rannsókn í öðmm greinum í þessu riti (t.d. Ása L. Aradóttir og Kristín Svavarsdóttir,
2009; Berglind Orradóttir og Ólafur Arnalds, 2009). Auk þess var fjallað um þróun
gróðurfars á landbótarsvæðinu af Ásu L. Aradóttur (2008), Ásu L. Aradóttur og
Guðmundi Halldórssyni (2004). Rannsóknir Ásrúnar Elmarsdóttur o.fl. (2003) og
Jámgerðar Grétarsdóttur o.fl. (2004) eru tengdar Landbótinni, en Edda S. Oddsdóttir
o.fl. (t.d. 2008) og Guðmundur Halldórsson o.fl. (2004) hafa birt niðurstöður
rannsókna á smádýralífí á svæðinu. Ása Aradóttir o.fl. (2008), Berglind Orradóttir og
Ólafúr Arnalds (2007) og Berglind Orradóttir o.fl. (2006) hafa ritað um þróun
vistkerfisins á svæðinu almennt og Arnór Snorrason (2004) skrifaði um skógrækt í
Landbótarreitunum.
Aðferðir
Rannsóknasvœðið
Geitasandur er sandsvæði sem einkennist af háu hlutfalli af Hekluvikri. Áfok á
sandinum er umtalsvert. Á nokkra tuga cm dýpi er þykkt, gróft gjóskulag sem hamlar
rennsli vatns og hefur mikil áhrif á eðli sandsvæðisins.