Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Blaðsíða 274
272 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
Árið 1999 voru lagðir út 40 tilraunareitir á Geitasandi (verkefnið Landbót), hver um
sig 1 ha að stærð með um 100 m breiðum varðbeltum á milli (Ása L. Aradóttir o.fl.,
2005). Svæðið er notað til tilrauna með 9 uppgræðsluaðgerðir, í 4 blokkum, en að
auki eru viðmiðunarreitir í hverri blokk. Tilraunsvæði þetta telst nokkuð einstakt
vegna stærðarinnar og vegna þess hve fjölþættar rannsóknir hafa verið framkvæmdar
á svæðinu á upphafsstigum landgræðsluframkvæmda. Á fyrstu árum var þegar safnað
jarðvegsýnum og fylgst með uppbyggingu kolefnis og breytingum á nokkrum
jarðvegsþáttum, auk þróunar gróðurs og smádýralífs.
Mœlinear
Vistland tilraunirnar fara fram í viðmiðunarreitum og tveimur tilraunameðferðum: (i)
grassáningu og áburðargjöf og (ii) birkieyjum í grassáningu með áburðargjöf. Þessir
reitir eru allir á efri hluta Landbótarsvæðisins, í 3 blokkum, alls níu 1 ha reitir. Árið
2005 var komið fyrir föstum mælireitum og síritandi mælitækjum í 6 reitanna. Nú fer
þama fram samfelld mæling á hitafari (loft og jarðvegur) og vatni í jarðvegi auk
mælinga á frosteiginleikum, ísigi o.fl. Þá var jarðvegsvatni safnað á rannsókna-
svæðinu og það efnagreint. Jarðvegssýnum var safnað haustin 2005 og 2007 til
mælinga á jarðvegsþáttum. Sýni voru tekin með kjarnabor af 0-5 og 5-10 cm dýpi, 5
sýni úr hverjum 1 ha reit og hvert sýni samsett úr 7 (árið 2005) og 10 (árið 2007)
kjörnum. Þau vom tekin 1 m vestan við hvem mælireit (10 x 10 m; 5 mælireitir í
hverjum 1 ha reit) eða 1 m vestan við birkieyjur í birkireitum. Jarðvegsþykkt var
mæld með kvörðuðum stálpinna sumarið 2008.
Sýni voru þurrkuð og sigtuð í gegnum 2 mm sigti fyrir mælingar. Kolefni og nitur
voru mæld með Vario MAX CN - Macro Elementar Analyzer (þurr bmni, IR mæling
á CO2 og Nj). Sýmstig var mælt í hreinni vatnslausn, 1M KCl lausn og 1M NaF lausn
(Blakemore o.fl., 1987). Jónrýmd (CEC) og katjónir voru mæld með skolun með
ammoníum acetati (1M) við pH 7 og mælingu á basískum katjónum í fyrsta skoli með
ICP-OES tæki (Spectro tæki), en síðan NaCl skoli og mælingu á NH4 með „Flow
Injection Analysis“ (FIAlab Instmments). Vatnsheldni (water retention) var mæld í
þrýstipottum við 0,3, 1 og 15 bara þrýsting. Magn leirsteinda (allófan, ferrihýdrít) var
mælt með oxalat skolun á jarðvegi og mælingu á Al, Si og Fe með ICP tæki (Spectro
tæki) (Blakemore o.fl., 1987).
Jarðvegsþættir - niðurstöður og umræður
Hér em sýndar niðurstöður mælinga á nokkmm jarðvegsþáttum. Bomar eru saman
niðurstöður fyrir viðmiðunan'eiti og reiti sem græddir voru upp 1999 og sýni tekin
árin 2005 og 2007 (6 og 8 ár eftir uppgræðslu).
Við eftirfarandi umfjöllun er notuð flokkun Ólafs Amalds (2004) á jarðvegi þar sem
jarðvegur auðna er nefnd glerjörð (óþroskaður gjóskuríkur jarðvegur - Vitrisol) en
þurrlendis brúnjörð (Brown Andosol).
Leir í VisÚandi
Allófan og ferrihýdrít eru leirsteindir íslensks jarðvegs og gefa honum mikilvægustu
eiginleikana auk lífræns efnis. Að meðaltali var um 9,8% allófan (Siox x 6; Parfítt,
1990) á svæðunum öllum og 4,2% ferrihýdrít (Feox x 1,7, Parfitt og Childs, 1988), eða