Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Síða 275
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 273
um 14% leir. Það er nokkuð hátt fyrir sandsvæði en dæmigert fyrir mela eða svæði
þar sem hluti áfoks er gamall jarðvegur (brúnjörð). Þar sem allófan og ferrihýdrít
hafa mikla jónrýmd og afar mikla vatnsheldni er nógur leir til að stuðla að frjósemi
svæðisins. Þó er ekki nægjanlegt að hafa viðunandi hlutfall leirs, því framboð
mikilvægra næringarefna eru bundin lífrænum efnum. Einnig er vert að hafa í huga
að hugsanlegt er að ammoníum oxalat leysi upp hluta af mjög basískri gjósku, sem
gæti gefið ýkt leirinnihald, þó slíkt hafi ekki verið staðfest hingað til.
Leirinnihaldið (1. tafla) er fremur svipað á milli meðferða (viðmið vs uppgrætt land) í
báðum dýptarbilum (0-5 og 5-10 cm), en heldur meira virðist að meðaltali af allófani í
5-10 cm dýptinni (10,9%) en í yfírborðslaginu (8,6%). Það sama er uppi á teningnum
er varðar ferrihýdrít (3,7 vs 4,6%). Ekki er hægt að draga ályktun um að leir hafí
aukist í virkasta laginu á þeim sjö árum frá því uppgræðsla hófst. Munur er þó
sýnilegur á milli viðmiðunar- og meðferðarreita fyrir 5-10 cm bilið fyrir allófan og
ferrihýdrít, en sá munur er ekki marktækur (1. tafla).
Alla jafna er allófan Al/Si hlutfallið nálægt 2, en þó eru þekkt frávik (Parfitt and
Kimble, 1989). Breytileiki er ekki mikill og óháður meðferðum. Eitt megineinkenni
allófans í íslenskri glerjörð er að hlutfall Al/Si er mun lægra (oft <1) og er meðal þess
lægsta sem þekkist í heiminum. Hlufall í þróaðri brúnjörð á Islandi (þurrlendi fjarri
miklu áfoki) er hærra eða yfirleitt um 1,5. Hlutfall Al/Si í allófani á Geitasandi er að
meðaltali 0,89 sem telst mjög lágt. Skýringar á þessu lága hlutfalli geta verið margar.
Lægra hlutfall A1 gæti t.d. bent til myndunar Al-húmus fjölliða sem einkenna
eldfjallajörð (Andosol), en ekki verður fjallað frekar um þetta efni hér að sinni.
1. tafla. Leirinnihald og kolefni (%) í viðmiðunar- og meðferðarreitum (uppgrœddir
reitir) á Geitasandi haustin 2005 og 2007.
Ár Meðferð Dýpi n Allófan Meðaltal+SE Ferrihýdrít Meðaltal+SE Kolefni Meðaltal+SE
2005 Viðmiðun 0-5 15 9,0+0,35 3,8+0,11 0,29+0,02
2005 Meðferð 0-5 30 9,0+0,16 3,9+0,05 0,63+0,02
2005 Viðmiðun 5-10 15 11,4+0,48 4,6+0,17 0,33+0,02
2005 Meðferð 5-10 30 12,0+0,33 4,9+0,13 0,42+0,01
2007 Viðmiðun 0-5 15 8,2+0,19 3,6+0,09 0,26+0,02
2007 Meðferð 0-5 30 8,1+0,14 3,6+0,04 0,72+0,03
2007 Viðmiðun 5-10 15 10,1+0,41 4,4+0,17 0,33+0,02
2007 Meðferð 5-10 30 10,3+0,30 4,5+0,13 0,43+0,01
Uypsöfnun kolefnis og niturs
Magn kolefnis í viðmiðunarreitum er 0,27% að meðaltali (1. tafla og 1. mynd) í efstu
5 cm en heldur hærra eða 0,33% í 5-10 cm sem er dæmigert fyrir ógróna mela en
heldur hærra en er yfírleitt á sandvæðum. Á 8 árum hefur kolefni í efsta laginu
hækkað upp í 0,72%. Ekki hefur orðið mikil aukning á kolefni í 5-10 cm
dýptarbilinu. Þessi hækkun í efstu 5 cm verður að teljast veruleg á svo stuttum tíma
og samsvarar bindingu 0,04-0,05 tonna á ári á hvem hektara (t ha"1 ár"'). Sii tala er þó
háð mælingum á rúmþyngd, grjóti >2mm o.fl. þáttum, sem verður kannað síðar.
Kolefnisinnihald virðist vera næmur mælikvarði á þróun vistkerfisins á fyrstu stigum
landgræðslu.