Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 279
MÁLSTOFA G - FRÁ SANDI TIL SKÓGAR | 277
C
5%
0,5 %
Kolefnis- uppsöfnun ráðandi Lífræn efniog leirsteindir * MymJun leirs ogmálm- húmus fjölliða
Örar breytingarq** Ptl**** ,♦* **s*Örar breytingar á jónrýmd og vatnsheldni pH stöðugt Hægar breytingará jónrýmd og vatnsheldni
Ár: 0 10
100
1000
4. mynd. Líkan jyrir ráðandi þáttum jarðvegsmyndunar miðað við aldur. Notaðir eru
stigvaxandi kvarðar (log kvarði jyrir aldur á x-ás og kolefni (%C) á y-ás vinstra
megin, en tvöföldun aukningar á hverju bili fyrir % leir á y-ás hœgra megin).
Uppsöfnun kolefnis er ráðandi þáttur til að byrja með en uppsöfnun leirs og málm-
húmus fjölliða þegar náð er 100 ára eða meiri aldri. Miðað er við að 5% C og 30%
leir sé síðan stöðugt ástand að 1000 árum liðnum.
Ekki er marktæk aukning vatnsheldni á þessum 8 árum (viðmið vs meðferðarreitir), en
slík aukning er háð uppsöfnun kolefnis og leirsteinda. Gögnin sýna marktæka fylgni á
milli leirinnihalds (allófans) og vatnsheldni á 5-10 cm jarðvegsdýpi (Pearsons r á
bilinu 0,57-0,78), nema fyrir 0,3 bör árið 2005. Þessi fylgni sýnir glögglega
mikilvægi leirsins en óljóst er hvenær uppsöfnun leirs verður mælanlegur (áratugur,
árhundruð).
Uppgræðslureitimir standa inn í annars ógrónu svæði, sem gerir það að verkum að
áfok er ennþá töluvert inn á svæðið. Áfokið hefur verið mælt í nokkmm Fyrerar
gripgildrum á mælitímanum og virðist það geta orðið mjög mikið í verstu stormum,
enda era sumir reitimir, þeir grónu, greinilega að hækka í landslaginu (og umhverfið
hugsanlega að lækka). Áfokið hefur vissulega áhrif á jarðvegsþættina og t.d. virðist
sem jarðvegssýni sem tekin voru nærri norður jaðri stórreitana hafí ívið lægra
kolefnisinnihald en jarðvegur innar í reitunum. Uppsöfnun kolefnis hefur mikil áhrif
á þróun annarra jarðvegsþátta, t.d. vatnsheldni jarðvegs (Pearsons r=0,36-0,60 og
p<0,05 fyrir 0-5 cm dýpi og 0,3, 1 og 15 bara spennu, bæði árin) sem hefur mikil áhrif
á veðrunarhraða og næringarhringrás.
Tilraunin á Geitasandi verður notuð til margvíslegra tilrauna um ókomin ár. Það er
mikilvægt að eiga góðar mælingar á granngildum við upphaf tilraunarinnar og á þeim
þáttum sem þróast hraðast við upphaf landgræðslu. Mikil vinna er eftir við úrvinnslu
gagna og fella þau saman í greinagóða mynd af þróun svæðisins, hér eru aðeins týnd
til dæmi af fyrstu niðurstöðum.
Styrktaraðilar og þakkir
Sunna Áskelsdóttir, Bergrún Óladóttir og Vala Harðardóttir unnu við sýnatöku og
mælingar. Arngrímur Thorlacius og Baldur Vigfússon unnu að efnagreiningum.
Verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði (Rannís), verkefnisstyrkur nr. 050207021.
Tilraunasvæðið Landbót var lagt út með tilstyrk Rannsóknasjóðs (öndvegisstyrkur nr
996100099). Landbúnaðarháskóli íslands og Landgræðsla ríkisins hafa styrkt bæði