Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Qupperneq 284
282 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
2(1
15
A —■— 7; Grassánsng * b*fc- og víðiþyrpingar
JLio
a*
5
0
B Q 3; Grassanén®
B —■(►— 4: Mefgresi
B —i— 9; rjrassaning + birtti- og grenignððuraetning
0 2 AblHÖUf
0 o 6: Grassanirig + birki- og víðiþyrpmgar
Q
c
C
c
1: Viðmiðun
5: Lúpinusðning
10: Lúpinuséning 'biiki- og grwnigróðursetning
8: bryrpingar meo innlendrum begjuitsim, birki og viöi
»00 30(31 2002 2003 20M 2005 2000
Ár
3.inynd. Meðalþekja lífrænnar jarðvegsskánar í tilraunareitum á Geitasandi 2000-
2006. Ekki var marktækur rnunur árið 2006 á meðalþekju meðferða sem merktar
eru með sama bókstaf (Tukey’s HSD, a=0,05).
Martæk fylgni var á milli heildarþekju gróðurs 2006 og lífræns kolefnis í efstu 5 cm
jarðvegsins 2007 (Pearson‘s r=0,78; p<0,001). Sömuleiðis var marktæk fylgni á milli
heildargróðurþekju og annarra eiginleika efstu 5 cm jarðvegsins (Pearson‘s r 0,72 og
-0,76 fyrir %N og sýrustig; p<0,001). Ekki var marktæk fylgni milli gróðurþekju og
eiginleika jarðvegs á 5-10 cm dýpi (p>0,05).
I heildina íundust rúmlega fímmtíu tegundir í tilraunareitunum, fæstar í
viðmiðunarreitum (14) og lúpínureitum (17) en flestar í meðferð 7, grassáningum með
birki- og víðiþyrpingum (36). Ef sáðtegundum og gróðursettum tegundum er sleppt
voru þó jafnmargar staðartegundir í meðferð 2, þar sem aðeins var dreift áburði, og í
meðferð 7, eða 32 tegundir. Þær tegundir sem komu bæði fyrir í viðmiðunarreitunum
og öllum meðferðunum voru skriðlíngresi (Agrostis stolonifera), túnvingull (Festuca
richardsonií), axhæra {Luzula spicata) og tvíkímblaða blómjurtimar skeggsandi
{Arenaria norvegica), geldingahnappur {Armeria maritima), melablóm
{Cardaminopsis petraea), túnsúra (Rwnex acetosa), hundasúra (R. acetosella),
lambagras (Silene uniflorá), holurt (S. uniflora) og blóðberg (Thymus praecox). 1
flestum áburðarmeðferðunum voru að auki ilmreyr (Anthoxanthum odoratum),
krækilyng (Empetrum nigrum), augnfró (Euphrasia frigida), hvítmaðra (Galium
normanii), gulmaðra (G. verum), vallhæra (L. multiflora), vallarsveifgras (Poa
pratensis), gulvíðir (Salix phvlicifolia), loðvíðir (Salix lanata) og lógresi (Trisetum
spicatum).
Meðalfjöldi tegunda í 0,25m2 smáreitum árið 2006 var marktækt meiri en í
viðmiðunarreitunum í öllum meðferðum nema innlendu belgjurtareitunum (4. mynd).
Marktæk fylgni var á milli þekju lífrænnar jarðvegsskánar og heildarfjölda tegunda í
stórreit árið 2006 (annarra en sáðtegunda eða gróðursettra tegunda) (Pearson‘s r=0,81;
p<0,001).
Nokkuð mikill breytileiki var i tegundasamsetningu stórreitanna og flokkuðust
meðferðareitir saman í hnitunarrýminu. Lúpínumeðferðir (meðferðir 5 og 10) voru
nálægt hvor annarri, grassáningarreitir (meðferðir 3, 6, 7 og 9) mynduðu hóp og
viðmið, belgjurtareitir (meðferð 8) og áburðareitir voru nálægt hver öðrum. Fyrsti
hnitunarásinn skýrði stærstan hluta breytileikans (eigingildi 1. áss 0,62 og 2. áss 0,16).