Fræðaþing landbúnaðarins - 13.02.2009, Page 286
284 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 6, 2009
belgjurtunum og hvorki þær né birki- og víðiplöntumar sem gróðursettar vom í
þyrpingarnar hafa dreifst af neinu marki.
Vart varð við lífræna jarðvegsskán í tilraunareitum strax árið 2000 en þekja hennar
jókst einkum 2003 og 2004 (3. mynd). Þetta gerðist þó aðeins í meðferðum sem fengu
áburðargjöf en hvorki í viðmiðun eða lúpínureitunum. Sterk jákvæð fylgni milli þekju
skánarinnar og ijölda tegunda er í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt að lífræn
jarðvegsskán sem myndast á uppgræðslusvæðum skapi kjöraðstæður fyrir landnám
margra tegunda (t.d. Elmarsdóttir o.fl. 2003, Ása L. Aradóttir o.fl. 2006). Margar af
þeim tegundum sem vom komnar inn í ábornu reitunum em einmitt mikilvægar
tegundir í lyngmóa eða kjarrlendi við svipaðar aðstæður, eins og t.d., krækilyng,
gulmaðra og hvítmaðra, vallhæra, gulvíðir og loðvíðir. Niðurstöður okkar styðja því
tilgátur um að líffæn jarðvegsskán geti gengt mikilvægu hlutverki í gróðurframvindu
(sjá t.d. Bowker 2007).
Mælanlegar breytingar á jarðvegsþáttunum komu fram eftir ótrúlega stuttan tíma í
efstu 5 cm jarðvegs, þó þeirra sé minna farið að gæta neðar í jarðveginum (Aradóttir
o.fl. 2008, Ólafur Amalds o.fl. 2009). Marktæk fylgni á milli gróðurþekju og
jarðvegsþátta í efstu 5 cm jarðvegs sýnir glögglega hvernig fmmframleiðendumir í
gróðrinum er drifkraftur jarðvegsmyndunar og kolefnisbindingar á svæðinu.
Náttúmleg gróðurframvinda á Geitasandi er afar hæg. Einfaldar uppgræðsluaðgerðir,
eins og áburðargjöf með eða án grassáninga, örva hins vegar gróðurframvindu, sem
virðist geta stefnt í átt að mólendi eða kjarrlendi á svipaðan hátt og má sjá á eldri
uppgræðslusvæðum í nágrenninu (Grétarsdóttir o.fl. 2004). Myndun lífrænnar
jarðvegsskánar á uppgræðslusvæðunum virðist gegna lykilhlutverki í þessu sambandi,
líklega vegna jákvæðra áhrifa á landnám plantna. Gróðurframvinda í reitum sem
lúpínu var sáð í var mun hægari en í áburðarreitunum og virtist jafnvel stefna í aðra
átt. Fáar nýjar tegundir námu þar land, hugsanlega vegna þess að þar hafði ekki
myndast lífræn jarðvegsskán og mikill hluti jarðvegsyfirborðsins var ógróinn.
Gróðursetning þyrpinga af innlendum belgjurtategundum, birki og víði í óuppgrætt
land virtist ekki heldur ná að örva gróðurframvindu á þeim tíma sem rannsóknin náði
yfir. Birki og víðir voru ekki farin að sá sé út í þessari meðferð sumarið 2006, þó að
landnám þeirra væri hafíð í sambærilegum uppgræddum reitum (meðferðir 6 og 7)
(Aradóttir o.fl. 2008). Þetta bendir til þess að yfírborðsgerð og aðstæður fyrir landnám
séu meira takmarkandi við þessar aðstæður en framboð á lykiltegundum. Þeir þættir
sem gætu takmarkað landnámið á Geitasandi eru meðal annars takmarkað ffamboð á
vatni (Jón Guðmundsson 2003) og næringarefnum, frostlyfting (Kristín Svavarsdóttir
o.fl. 2006) eða mikið áfok sem er á svæðinu (Ólafur Amalds o.fl. 2009). Greining á
niðurstöðum hinna margvíslegu mælinga sem gerðar hafa verið á Landbótarsvæðinu
munu skýra það betur.
Landbótartilraunin á Geitasandi veitir einstakt tækifæri til að rannsaka grunnferla við
endurheimt vistkerfa á mikið röskuðu landi og skilja áhrif mismunandi inngripa á þá.
Niðurstöðurnar nýtast við skipulagningu og stjórnun landgræðsluverkefna og þróun
viðmiða fyrir mat á árangri vistheimtar.
Þakkir
Við þökkum starfsfólki Landgræðslu ríkisins og Landbúnaðarháskóla íslands sem
tekið hefur þátt í gróðurmælingum og stutt við rannsóknimar á annan hátt.
VISTLAND verkefnið var styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2005-2007,